Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #4

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 23. júlí 2024 og hófst hann kl. 14:00

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Hjúkrunarrými á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði

Farið yfir stöðu mála vegna uppbyggingar hjúkrunarrýma við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði.

Óskað hefur verið eftir upplýsingum frá ríkiseignum um hver staða verkefnisins er hjá þeim ásamt nýrri kostnaðar og tímaáætlun. Gert er ráð fyrir að næsti verkfundur verði haldinn í ágúst.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Styrkvegir 2024 umsóknir

Sviðsstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs kom inná fundinn og fór yfir stöðu styrkvega í sveitarfélaginu.

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir liðnum.

Farið var yfir ferli við styrkumsóknir til Vegagerðarinnar vegna styrkvega í sveitarfélaginu og hvaða vegir falli þar undir.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Viðhaldsþörf í Tálknafirði

Lögð fyrir bókun frá 1. fundi heimastjórnar Tálknafjarðar þar sem bent er á ýmis viðhaldsverkefni sem brýnt er að fara í.

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir liðnum.

Unnið er að þeim viðhaldsverkefnum sem rúmast innan núverandi fjárhagsáætlunar, að öðru leiti er málinu vísað áfram til vinnslu fjárhagsáætlunargerðar 2025-2028.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Brú í Smælingjadal Tálknafirði - viðhaldsþörf

Lagður fram tölvupóstur frá Pálínu Kristínu Hermannsdóttur dags. 8. júlí sl. þar sem landeigendur lýsa yfir áhyggjum sínum af ástandi brúar í Smælingjadal í Tálknafirði.

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir liðnum.

Sviðstjórna umhverfis- og framkvæmdasviðs falið að sækja um styrkvegafé til Vegagerðarinnar þegar opnað verður fyrir umsóknir.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Tjaldsvæði á Bíldudal

Lagt fyrir erindi sem tekið var fyrir á 1. fundi heimastjórnar Arnarfjarðar sem haldinn var 10. júlí sl. Heimastjórn Arnarfjarðar leggur til að farið verði í deiliskipulagsvinnu fyrir nýtt tjaldsvæði á Bíldudal og það verði staðsett á túninu við Skrímslasetrið.

Sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir liðnum.

Bæjarráð tekur undir bókun heimastjórnar og vísar því áfram til skipulags- og framkvæmdaráðs, gert er ráð fyrir fjármagni til vinnu við deiliskipulag fyrir nýtt tjaldsvæði á Bíldudal í fjárhagsáætlun 2024.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Bíldudalsskóli - húsnæði

Lagt fyrir erindi sem tekið var fyrir á 1. fundi heimastjórnar Arnarfjarðar sem haldinn var 10. Júlí sl. vegna byggingar skólahúsnæðis á Bíldudal. Heimastjórn lýsir fyrir áhyggjum af því að skólahúsnæðið sé of lítið og ekki sé búið að tímasetja áfanga tvö.

Sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir liðnum.

Sviðsstjóri fór yfir það ferli sem átti sér stað við hönnun skólans. Gert er ráð fyrir 20% fjölgun barna innan þess rýmis sem gert er ráð fyrir. Búið er að bjóða verkið út og er áætlað að framkvæmdir hefjist í lok sumars 2024 og að húsnæðið verði tekið til notkunar í upphafi skólaárs 2025 - 2026.

Bæjarráð vísar umræðum um 2. áfanga til vinnu við fjárhagsáætlun 2025 - 2028.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Tálknafjarðarhöfn, viðhaldsþörf

Tillaga frá heimastjórn Tálknafjarðar vegna viðhalds og framkvæmda á Tálknafjarðarhöfn. Heimastjórn Tálknafjarðar bendir bæjarstjórn á að deiliskipulag hafnar á Tálknafirði liggur fyrir.

Heimastjórn Tálknafjarðar telur afar brýnt að meðfylgjandi erindi fari í verkmat og kostnaður verði reiknaður með það að markmiði að koma verkefninu inn í vinnu við Samgönguáætlun 2024-2038.

Hafnarstjóri sat fundinn undir liðinum.

Bæjarráð felur hafnarstjóra að skoða mögulegar úrbætur á aðstöðu við olíudælur og vinna ástandsmat á höfninni í Tálknafirði. Hafnarstjóra falið að vinna að umsókn í samgönguáætlun sem hægt verði að skila inn við næstu endurskoðun hennar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

8. Fundargerð Aðalfundar FsVfj 2024

Fundargerð aðalfundar Félags skógarbænda á Vestfjörðum 2024 lögð fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Sveitarstjórnarkosningar 2024

Lögð fram til kynningar skýrsla Landskjörstjórnar varðandi sveitarstjórnarkosningar 2024.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis 2024

Lögð fram til kynningar 148. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis sem haldinn var 18. júlí sl. ásamt kæru Umhverfisstofnunar til ráðuneytis varðandi útgáfu á leyfi fyrir laxavinnslu.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

11. Umhverfis- og loftslagsráð - 1

Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar umhverfis- og loftlagsráðs sem haldinn var 20. júní 2024. Fundargerðin er í 6 liðum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Skipulags- og framkvæmdaráð - 1

Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs sem haldinn var 26. júní 2024. Fundargerðin er í 7 liðum.

Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs sem haldinn var 26. júní 2024. Fundargerðin er í 7 liðum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Heimastjórn Patreksfjarðar - 1

Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar heimastjórnar Patreksfjarðar sem haldinn var 3. júlí 2024. Fundargerðin er í 8 liðum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Heimastjórn Tálknafjarðar - 1

Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar heimastjórnar Tálknafjarðar sem haldinn var 4. júlí 2024. Fundargerðin er í 6 liðum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Heimastjórn Arnarfjarðar - 1

Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar heimastjórnar Arnarfjarðar sem haldinn var 10. júlí 2024. Fundargerðin er í 8 liðum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps - 1

Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps sem haldinn var 11. júlí 2024. Fundargerðin er í 8 liðum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17. Umhverfis- og loftslagsráð - 2

Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar umhverfis- og loftlagsráðs sem haldinn var 15. júlí 2024. Fundargerðin er í 6 liðum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00