Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #5

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 13. ágúst 2024 og hófst hann kl. 14:00

Nefndarmenn
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Skipan fulltrúa í svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða

Skipa þarf fulltrúa Vesturbyggðar í svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða. Tillaga liggur fyrir að tilnefnd verði Lilja Magnúsdóttir sem verið hefur fulltrúi svæðisins í svæðisskipulagsnefnd og er jafnframt formaður nefndarinnar og Tryggvi B. Baldursson sem kæmi nýr inn sem fulltrúi Vesturbyggðar í svæðisskipulagsnefndinni.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Gjaldskrár

Tekin fyrir tillaga að breytingu að gjaldskrá fyrir skólamáltíðir í grunnskólum Vesturbyggðar. Lagt er til að liðurinn verði felldur út úr gjaldskrá og ekki verði innheimt gjald vegna mötuneyta í grunnskólum sveitarfélagsins.
Tillagan er í samræmi við bókun bæjarráðs af 3. fundi ráðsins 9. júlí sl.

Ekki þarf að taka fyrir viðauka við fjárhagsáætlun vegna breytingarinnar.

Bæjaráð samþykkir breytingu á gjaldskrá fyrir skólamáltíðir í grunnskólum Vesturbyggðar samhljóða.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Fjallskilaseðill 2024

Lögð fyrir drög að fjallskilaseðli 2024

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram með tilliti til athugasemda sem bárust 2023 og birta á heimasíðu sveitarfélagisns.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Skólamötuneyti á Patreksfirði

Farið yfir stöðu skólamötuneytis á Patreksfirði. Rekstur skólamötuneytis á Patreksfirði var boðinn út í júní, engin tilboð bárust og í kjölfarið var sett auglýsing á heimasíðu sveitarfélagins sem skilaði ekki tilsettum árangri.

Arnheiður Jónsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusvið sat fundinn undir liðnum.

Umræða um skólamötuneytið á Patreksfirði. Útlit er fyrir það að ekki náist að fá nýjan verktaka til að taka að sér skólamötuneyti á Patrekfirði fyrir upphaf skólaárs 2024 - 2025. Unnið er að lausn málsins en leikskólinn Araklettur hefur séð um að elda fyrir leikskólabörn frá því að skólastarf hófst í leikskólanum eftir sumarfrí.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

Farið yfir stöðu eigna í sveitarfélaginu.

Bæjarstjóra falið að leggja fram lista yfir eignir sveitarfélagsins með tilliti til notkunar þeirra.

Málsnúmer30

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

6. Framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar

Lögð fyrir til kynningar skýrsla um framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Til samráðs Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls

Til samráðs Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls
Umsagnarfrestur er til og með 16.08.2024

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Samráð mál nr. 1432024, Drög að breytingu á reglugerð nr. 7452016 um vigtun og skráningu sjávarafla.

Til kynningar, samráð mál nr. 1432024 um drög að breytinu á reglugerð nr. 7452016 um vigtun og skráningu sjávarafla.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

Lagðar fram til kynningar uppfærðar reglur um gerð fjárhagsáætlunar og dagsetningar í fjárhagsáætlunarvinnu 2024 vegna áætlunar 2025-2028.

Málsnúmer30

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:43