Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 13. ágúst 2024 og hófst hann kl. 14:00
Nefndarmenn
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Skipan fulltrúa í svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða
Skipa þarf fulltrúa Vesturbyggðar í svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða. Tillaga liggur fyrir að tilnefnd verði Lilja Magnúsdóttir sem verið hefur fulltrúi svæðisins í svæðisskipulagsnefnd og er jafnframt formaður nefndarinnar og Tryggvi B. Baldursson sem kæmi nýr inn sem fulltrúi Vesturbyggðar í svæðisskipulagsnefndinni.
Samþykkt samhljóða.
2. Gjaldskrár
Tekin fyrir tillaga að breytingu að gjaldskrá fyrir skólamáltíðir í grunnskólum Vesturbyggðar. Lagt er til að liðurinn verði felldur út úr gjaldskrá og ekki verði innheimt gjald vegna mötuneyta í grunnskólum sveitarfélagsins.
Tillagan er í samræmi við bókun bæjarráðs af 3. fundi ráðsins 9. júlí sl.
Ekki þarf að taka fyrir viðauka við fjárhagsáætlun vegna breytingarinnar.
Bæjaráð samþykkir breytingu á gjaldskrá fyrir skólamáltíðir í grunnskólum Vesturbyggðar samhljóða.
3. Fjallskilaseðill 2024
Lögð fyrir drög að fjallskilaseðli 2024
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram með tilliti til athugasemda sem bárust 2023 og birta á heimasíðu sveitarfélagisns.
4. Skólamötuneyti á Patreksfirði
Farið yfir stöðu skólamötuneytis á Patreksfirði. Rekstur skólamötuneytis á Patreksfirði var boðinn út í júní, engin tilboð bárust og í kjölfarið var sett auglýsing á heimasíðu sveitarfélagins sem skilaði ekki tilsettum árangri.
Arnheiður Jónsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusvið sat fundinn undir liðnum.
Umræða um skólamötuneytið á Patreksfirði. Útlit er fyrir það að ekki náist að fá nýjan verktaka til að taka að sér skólamötuneyti á Patrekfirði fyrir upphaf skólaárs 2024 - 2025. Unnið er að lausn málsins en leikskólinn Araklettur hefur séð um að elda fyrir leikskólabörn frá því að skólastarf hófst í leikskólanum eftir sumarfrí.
Til kynningar
6. Framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar
7. Til samráðs Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls
Til samráðs Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls
Umsagnarfrestur er til og með 16.08.2024
8. Samráð mál nr. 1432024, Drög að breytingu á reglugerð nr. 7452016 um vigtun og skráningu sjávarafla.
Til kynningar, samráð mál nr. 1432024 um drög að breytinu á reglugerð nr. 7452016 um vigtun og skráningu sjávarafla.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:43