Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 27. ágúst 2024 og hófst hann kl. 14:00
Nefndarmenn
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
- Páll Vilhjálmsson (PV) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar
Lagðir fyrir viðaukar 1 og 2 við sameiginlega fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.
Viðauki 1 er lagður fyrir vegna styrkja sem fengust úr fiskeldissjóði fyrir byggingu leik og grunnskóla á Bíldudal, skólalóðar á Patreksfirði, varmadælu í Bröttuhlíð og rannsóknarrýmis við verbúð á Patreksfirði. Í tilfellum skólalóðar á Patreksfirði og grunn og leikskólabyggingar á Bíldudal kemur styrkurinn til lækkunar á heildarfjárfestingu þar sem gert var ráð fyrir fullri fjármögnun í fjárhagsáætlun en í tilfellum Varmadælu í Bröttuhlíð og fjármuna sem fengust í rannsóknarrýmið er fjárfesting hækkuð á móti þar sem ekki var gert ráð fyrir fullri fjármögnun í áætlun. Viðauki 1 hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðuna en handbært fé í A hluta og í A og B hluta hækkar um 68.972 þ.kr. og verður 196.391 þ.kr.
Viðauki 2 er lagður fyrir vegna vanáætlunar í fjárhagsáætlun 2024 fyrir gatnagerð við Brunna á Patreksfirði, viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé um sem nemur 53.094 þ.kr. Viðauki 2 hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu en handbært fé í A hluta og í A og B hluta lækkar um 53.094 þ.kr. og verður 143.297 þ.kr.
Bæjarráð samþykkir viðaukana og vísar þeim áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.
2. Sala eigna
Farið yfir notkun eigna í eigu sveitarfélagsins og jafnframt farið yfir þær eignir sem sveitarfélagið er með til leigu. Farið yfir mögulega sölu á fasteignunum Urðagötu 23 á Patrekfirði og Móatún 18 á Tálknafirði.
Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir liðnum.
Bæjarráð felur sviðstjóra umhverfis- og framkvæmdarsviðs að kalla eftir verðmati í Urðargötu 23 nh Patreksfirði og Móatún 18 Tálknafirði.
3. Bíldudalsskóli og Tjarnarbrekka Hönnun og undirbúningur
Lagt fyrir minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasvið varðandi næstu skref í tengslum vð útboð Bíldudalsskóla.
Fulltrúar heimastjórnar Bíldudals Rúnar Örn Gíslason og Valdimar Bernódus Ottósson ásamt sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasvið sátu fundinn undir liðnum.
Bæjarráð heimilar sviðstjóra umhverfis- og framkvæmdarsviðs að fara af stað með undirbúning á lóð fyrir grunn að byggingu Bíldudalsskóla.
4. Öryggi skólabarna frá Barðaströnd
Áskorun frá heimastjórn fyrrum Barðastrandar- og Rauðasandshrepps um vindmælingar á Barðaströnd og önnur öryggisatriði til að tryggja öryggi skólabíls og annarra vegfarenda.
Bæjarráð þakkar heimastjórn fyrrum Barðastrandar- og Rauðasandshrepps fyrir góðar ábendingar.
Fjarskiptasjóður vinnur nú að því að setja upp sendir sem mun bæta fjarskipti á hluta þeirrar leiðar sem heimastjórn bendir á. Vonast er til að það verði klárað fyrir veturinn.
Bæjarstjóra falið að óska eftir fundi með Vegagerðinni þar sem farið verði yfir þau atriði sem heimastjórn bendir á og snúa að Vegagerðinni.
5. Umsóknir Vesturbyggðar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2024
Rædd voru möguleg verkefni sem Vesturbyggð gæti sótt um í Framkvæmdarsjóð ferðamannastaða fyrir.
Menningar- og ferðamálafulltrúi sat fundinn undir liðnum.
Bæjarráð felur menningar- og ferðamálafulltrúa að kanna afstöðu landeigenda varðandi mögulegar umsóknir í þeim tilfellum þar sem land er ekki í eigu Vesturbyggðar og vinna verkefnið áfram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40