Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #9

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 24. september 2024 og hófst hann kl. 14:00

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) formaður
Starfsmenn
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsd sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Bíldudalsskóli - húsnæði

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs varðandi byggingu Bíldudalsskóla, samhliða er lögð fram til kynningar bókun heimastjórnar Arnarfjarðar varðandi sama málefni

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir liðnum.

Sviðstjóra umhverfis- og framkvæmdarsviðs falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Bæjarráð óskar einnig eftir að fá kynningu á áfanga tvö og mögulegri tímalínu fyrir næsta fund og felur bæjarstjóra að vinna að því.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Innviðir Vestfjarðaleiðar

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir starfsmaður Vestfjarðastofu kynnti verkefnið Innviðir Vestfjarðaleiðar

Bæjarráð þakkar Þórkötlu fyrir góða kynningu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Eldri borgarar Bíldudal

Lagt fram bréf dags. 6. september sl. frá Nönnu Sjöfn Pétursdóttur fyrir hönd eldri borgana á Bíldudal varðandi þjónustu við eldri borgara á Bíldudal. Bréfið hefur einnig verið tekið fyrir af heimastjórn Arnarfjarðar og er sú bókun lögð fram til kynningar.

Bæjarráð þakkar Nönnu Sjöfn fyrir erindið.

Bæjarráð vísar í bókun heimastjórnar Arnarfjarðar en þar fara sviðsstjóri fjölskyldusviðs og forstöðumaður Muggsstofu yfir stöðu og úrlausnir mála.

Í bókun heimastjórnar Arnarfjarðar var rætt um að gera formlega könnun á vilja eldri borgana til að sinna félagsstarfi og leggur bæjarráð til að slík könnum verði gerð í öllum byggðarkjörnum og felur bæjarstjóra að vinna það mál áfram.

Bæjarráð mun hafa punkta bréfritara til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Ofanflóðavarnir á Bíldudal

Lögð fram bókun heimastjórnar Arnarfjarðar varðandi ofanflóðavarnir á Bíldudal og hvatning heimastjórnar Arnarfjarðar um að haldin verði kynning á framkvæmdinni fyrir bæjarstjórn og heimastjórn með Ofanflóðasjóði og hönnuðum á haustdögum 2024 til að fara yfir stöðu mála.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá kynningu á verkefninu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

5. Aðflugsljós á Bíldudal

Lögð fram til kynningar bókun heimastjórnar Arnarfjarðar frá 3. fundi 11.09.2024 um aðflugsljós á Bíldudal.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2024

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 10.september sl. þar sem verið er að kanna áhuga sveitarfélaga að ganga í Samtök orkusveitarfélaga.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Umferðaröryggisáætlun fyrir Vesturbyggð

Lögð fram til kynningar bókun heimastjórnar Arnarfjarðar frá 3. fundi 11.09.2024 um umferðaröryggismál.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

Lögð fram til kynningar 951. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Fundargerðir Hafnasambands Ísland 2024

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 462, 463, 464 og 465 fundar stjórnar Hafnasambands íslands ásamt ársreikningi 2023

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Fundargerðir og starfsreglur svæðisskipulagsnefndar

Lögð fram til kynningar Fundargerð 7. Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða, frá 13. ágúst 2024

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:36