Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 7. október 2024 og hófst hann kl. 13:00
Nefndarmenn
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
- Páll Vilhjálmsson (PV) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu
Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu mætti til fundarins og fór yfir helstu verkefni sem unnin eru í samstarfi sveitarfélaga á Vestfjörðum í gegnum Vestfjarðastofu.
2. Bíldudalsskóli - húsnæði
Geir Gestsson sviðsstjóri umhverfis og framkvæmdasviðs kom inná fundinn og fór yfir þau tilboð sem bárust í byggingu Bíldudalsskóla.
Þrjú tilboð bárust í verkið.
Vinna stendur yfir við yfirferð tilboða.
Sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdarsviðs falið að fara yfir tilboðin og leggja aftur fyrir bæjarráð.
3. Gjaldskrá hafnarsjóðs
Hafnarstjóri kom inn á fundinn. Farið var yfir tillögur að breytingu á gjaldskrá hafnarsjóðs vegna breytinga á hafnarlögum nr. 61/2003.
Bæjarráð felur hafnarstjóra og bæjarstjóra að vinna áfram að breytingunum í samráði við umræður á fundinum og leggja að nýju fyrir bæjarráð.
4. Breyting á lögheimili Hafnasjóðs Vesturbyggðar
Tekin fyrir breyting á lögheimili Hafnasjóðs Vesturbyggðar kt. 570595-2459. Lögheimili hafnasjóðs verður að Aðalstræti 75, Patrekfirði. Breytingin hafði áður verið tekin fyrir í hafnasjóði 7.9.2023 en það láðist að skila inn tilkynningu til fyrirtækjaskrár.
Bæjarráð samþykkir breytinguna og felur bæjarstjóra að skila breytingu þess efnis inn til fyrirtæjaskrár.
5. Rafíþróttafélag á Bíldudal
Lagður fram tölvupóstur frá Rúnari Erni Gíslasyni dags. 26. september sl. þar sem óskað er eftir styrk í formi aðstöðu, rafmagns og internets vegna stofnunar rafíþróttafélags á Bíldudal.
Bæjarráð þakkar bréfritara erindið og fagnar framtakinu.
Bæjarráð felur tómstundafulltrúa að setja sig í samband við bréfritara og vinna málið áfram.
6. Umsagnarbeiðni Sjoppan Patró ehf.
Lögð fyrir beiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 30. september sl. um umsögn um veitingaleyfi fyir Sjoppan Patró ehf.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Kubb ehf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemina og gert sé ráð fyrir viðeigandi fjölda bílastæða.
7. Styrktarbeiðni vegna málþings 12.okt.
Lögð fyrir styrkbeiðni vegna málþings um málefni skógarbænda á Laugum í Sælingsdal þann 12. október nk.
Bæjarráð samþykkir að styrkja málþingið um kr 25.000,-
8. Innviðir Vestfjarðaleiðar
Rætt um áningastaði sem bæjarráð leggur til að Vestfjarðastofa leggi áherslu á umsókn sinni til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða sem eru á Vestfjarðaleið.
Bæjarráð felur menningar og ferðamálafulltrúa að vinna greinagerð í samræmi við umræður á fundinum og senda á Vestfjarðastofu.
9. Sala eigna
Lagt fyrir verðmat í eignirnar Móatún 18 á Tálknafirði og Urðargötu 23 n.h á Patreksfirði.
Bæjarráð leggur til að eignirnar Móatún 18 og Urðargata 23 nh. verði settar á sölu og felur bæjarstjóra að vinna að viðauka og leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar.
10. Svæðisáætlun um sorpmál
Lögð fyrir til umsagnar drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum 2024 - 2035.
Lilja Magnúsdóttir fulltrúi Vesturbyggðar í starfshópnum um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum fór yfir skýrsluna með bæjarráði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og skila inn athugasemdum.
Til kynningar
11. Framsending kæru - Kæra vegna stjórnsýslu Tálkafjarðarhrepps varðandi sorphirðu og vegna gjaldtöku
Lögð fram til kynningar úrskurður umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 53/2024, kæra vegna óhæfils dráttar á afgreiðslu Tálknafjarðarhrepps á erindum kærenda varðandi gjaldtöku vegna sorphirðu.
12. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2024
13. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024
14. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis 2024
Lögð fram til kynningar 148. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis sem haldinn var 19. sept sl. Fjárhagsáætlun HEVF 2025 og leiðrétt fjárhagsáætlun.
15. Ívilnanaheimildir Menntasjóðs námsmanna
Lagðar fyrir til kynningar tillögur starfshóps heilbrigðisráðherra til jöfnunar á aðgengi að sérfræðiþjónustu á heilbrigðissviði óháð búsetu.
16. Fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu 2024
17. EFS - Ársreikningur 2023
Lagt fyrir til kynningar bréf eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á því að sameinaður ársreikningur Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps fyrir árið 2023 uppfyllir ekki þau lágmarksviðmið sem kveðið er á um í lögum. Þó er bent á að bráðabirgðaákvæði VII í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 þar sem fram kemur að sveitarstjórn sé heimilt að víkja frá skilyrðum um jafnvægisreglu út árið 2025.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35