Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #11

Fundur haldinn í fjarfundi, 10. október 2024 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Bíldudalsskóli - húsnæði

Tekin fyrir tilboð í byggingu skólahúsnæðis á Bíldudal. Tilboðin voru lögð fyrir á síðasta fundi bæjarráðs þar sem þau voru kynnt. Ákveðið var að fela sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að yfirfaratilboðin og leggja að nýju fyrir bæjarráð.

Tilboðin sem bárust voru eftirfarandi:

Land og verk. 494.219.637.-
Hrífunesskógar. 479.287.089.-
Arctic north. 466.500.420.-

Kostnaðaráætlun 375.897.217

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar

Lagður fyrir viðauki 4 við sameinaða fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps þar sem gert er ráð fyrir að setja tvær íbúðir sveitarfélagsins á sölu. Annarsvegar Urðargötu 23 nh. á Patreksfirði og hins vegar Móatún 18 á Tálknafirði.

Viðaukinn hefur þau áhrif að rekstrarniðurstað í A hluta hækkar um 29,1 milljón kr. og verður neikvæð um 9,5 milljónir. Rekstrarniðurstaða í A og B hluta hækkar um 29,1 milljón og verður 75 milljónir. Handbært fé í A hluta hækkar um 30,5 milljónir og verður 109,3 milljonir og í A og B hluta hækkar handbært fé um 35,5 milljónir og verður 173,8 milljónir.

Bæjarráð samþykkir viðaukana og vísar þeim áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30