Fundur haldinn í fjarfundi, 10. október 2024 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
- Páll Vilhjálmsson (PV) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Bíldudalsskóli - húsnæði
Tekin fyrir tilboð í byggingu skólahúsnæðis á Bíldudal. Tilboðin voru lögð fyrir á síðasta fundi bæjarráðs þar sem þau voru kynnt. Ákveðið var að fela sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að yfirfaratilboðin og leggja að nýju fyrir bæjarráð.
Tilboðin sem bárust voru eftirfarandi:
Land og verk. 494.219.637.-
Hrífunesskógar. 479.287.089.-
Arctic north. 466.500.420.-
Kostnaðaráætlun 375.897.217
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.
2. Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar
Lagður fyrir viðauki 4 við sameinaða fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps þar sem gert er ráð fyrir að setja tvær íbúðir sveitarfélagsins á sölu. Annarsvegar Urðargötu 23 nh. á Patreksfirði og hins vegar Móatún 18 á Tálknafirði.
Viðaukinn hefur þau áhrif að rekstrarniðurstað í A hluta hækkar um 29,1 milljón kr. og verður neikvæð um 9,5 milljónir. Rekstrarniðurstaða í A og B hluta hækkar um 29,1 milljón og verður 75 milljónir. Handbært fé í A hluta hækkar um 30,5 milljónir og verður 109,3 milljonir og í A og B hluta hækkar handbært fé um 35,5 milljónir og verður 173,8 milljónir.
Bæjarráð samþykkir viðaukana og vísar þeim áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30