Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 22. október 2024 og hófst hann kl. 14:00
Nefndarmenn
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
- Páll Vilhjálmsson (PV) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Málstefna
Drög að málstefnu sveitarfélagsins, byggðri á 130. gr. sveitarstjórnarlaga um málstefnu, málstefnum annarra sveitarfélaga og leiðbeiningum Íslenskrar málnefndar.
Menningar- og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar sat fundinn undir liðnum.
Bæjarráð samþykktir málstefnuna og felur menningar- og ferðamálafulltrúa að kynna stefnuna fyrir stjórnendum sveitarfélagsins.
2. Bréf vegna samnings um almenningssamgöngur
Lagt fram bréf frá Héraðssambandinu Hrafna-Flóka varðandi almenninngssamgöngum í Vesturbyggð þar sem sambandið óskar eftir lausn frá aðild sinni frá og með næstu mánaðarmótum.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins þar til frekari gögn liggja fyrir og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram
3. Þáttaka og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs 2025
Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 14. október sl. með samantekt um kostnaðarþáttöku fyrir samstarf sveitarfélaga um stafræna þróun og umbreytingu.
Bæjarráð vísar málinu áfram til vinnslu fjárhagsáætlunar.
4. Áskorun til bæjarstjórnar Vesturbyggðar
Lagður fram undirskriftarlisti frá íbúum Tálknafjarðarhrepps er varðar opnunartíma í íþróttamiðstöðunni í Tálknafirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla gagna varðandi aðsókn í íþróttahús Vesturbyggðar.
Bæjarráð vísar málinu áfram til vinnslu fjárhagsáætlunar.
5. Byggðamerki sameinaðs sveitarfélags
Lagt fram minnisblað menningar- og ferðamálafulltrúa Vesturbyggðar þar sem farið er yfir mögulegar leiðir sem hægt er að fara við val á byggðamerki fyrir nýtt sveitarfélag. Til þessa hefur verið leitast til að nota bæði byggðamerki fyrri sveitarfélaganna í öllu útgefnu efni.
Menningar- og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar sat fundinn undir liðnum.
Menningar- og ferðamálafulltrúa falið að taka saman minnisblað varðandi kostnað og skila inn til bæjarráðs.
6. Heimildamyndahátíðin Skjaldborg
Kristín Andrea Þórðardóttir og Alda Davíðsdóttir fulltrúar skipuleggjenda skjaldborgarhátíðarinnar komu inná fund bæjarráðs þar sem málefni Skjaldborgarhátíðarinnar voru rædd.
Menningar- og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar sat fundinn undir liðnum.
Bæjarráð þakkar Kristínu og Öldu fyrir góða kynningu og mun vinna að endurnýjun samstarfssamnings. Bæjarráð vísar þeirri vinnu áfram til vinnslu fjárhagsáætlunar.
Til kynningar
7. Sóknaráætlun Vestfjarða
Lög fram til umsagnar drög að sóknaráætlun Vestfjarða fyrir árin 2025 - 2029.
Bæjarráð þakkar Vestfjarðastofu fyrir góða vinnu við gerð sóknaráætlunar.
8. Hjúkrunarrými á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði
Farið yfir stöðu mála vegna uppbyggingar hjúkrunarrýma við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði.
9. Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga
Lagðar fram til kynningar forsendur fjárhagsáætlunar 2025 - 2028 unnið af Sambandi Íslenskra sveitarfélaga.
10. Umsóknir Vesturbyggðar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2024
Kynntar verða tvær umsóknir sem voru sendar inn, annars vegar um uppbyggingu aðstöðuhúss við Laugarneslaug og hins vegar um hönnun útsýnispalls á Strengfelli.
Menningar- og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar set fundinn undir liðnum.
11. Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2024
Lagt fram til kynningar bréf dags. 03. október sl. frá innviðaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á degi um fórnarlömb umferðaslysa.
12. Brunnar Patreksfirði Endurgerð götu
Lögð fram til kynningar verkfundargerð nr. 5. Verkið er að klárast og eru fyrirhuguð verklok í viku 42.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30