Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #13

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 12. nóvember 2024 og hófst hann kl. 14:00

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2025 og 3 ára áætlun 2026-2028.

Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2025 ásamt 3 ára áætlun 2026-2028 til fyrri umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 20. nóvember nk.

Málsnúmer36

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fjárhagsáætlun 2025 - gjaldskrár

Lagðar fyrir í fyrri umræðu gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2025.

Fasteignaskattur A-flokkur 0,55%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%
Vatnsgjald íbúðarhúsnæði 0,28%
Vatnsgjald annað húsnæði 0,50%
Fráveitugjald íbúðarhúsnæði 0,28%
Fráveitugjald annað húsnæði 0,50%
Lóðaleiga íbúðarhúsnæði 1,00%
Lóðaleiga annað húsnæði 3,75%

Bæjarráð vísar gjaldskrám Vesturbyggðar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Álagningarhlutfall útsvars 2025

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að útsvarshlutfall fyrir árið 2025 haldist óbreytt frá fyrra ári 14,97%

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Fyrirkomulag á snjómokstri á komandi vetri

Geir Gestsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kom inná fundinn og fór yfir fyrirkomulag á snjómokstri í Vesturbyggð.

Gerðar hafa verið áætlanir fyrir Patreksfjörð og Bíldudal sem lagðar eru fyrir fundinn sem fundargagn en áætlun fyrir Tálknafjörð er í vinnslu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Bíldudalsskóli - bráðabirgðahúsnæði

Rætt um mögulegar lausnir til að leysa bráðavanda vegna plássleysis í starfssemi Bíldudalsskóla þar til nýtt skólahúsnæði verður tekið í notkun.

Geir Gestsson sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir liðnum.

Bæjarráð felur sviðstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna að lausnum í samvinnu við skólastjóra Bíldudalsskóla.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Svæðisáætlun um meðhöldlun úrgangs 2024-2035

Lögð fram til samþykktar svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2024-2035.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að svæðisáætlunin verði samþykkt.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Umhverfisstefna Vesturbyggðar

Umhverfis- og loftslagsráð Vesturbyggðar leggur til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við gerð umhverfisstefnu sveitarfélagsins. Sú vinna nýtist einnig við gerð loftslagsstefnu fyrir sveitarfélagið í tengslum við mótun loftslagsstefnu fyrir Vestfirði.

Lilja Magnúsdóttir starfsmaður umhverfis- og loftlagsráðs sat fundinn undir liðnum.

Bæjarráð samþykkir að hafin verði vinna við gerð umhverfisstefnu og felur Umhverfis- og loftlagsráði að vinna málið áfram.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Íbúalýðræði

Rætt um íbúafundi á árinu 2025 og aðkomu íbúa að stjórnsýslu Vesturbyggðar.
Rebekka Hilmarsdóttir formaður heimstjórnar á Patreksfirði og Lilja Magnúsdóttir starfsmaður heimastjórna sátu fundinn undir liðnum.

Ákveðið var að boða til íbúafunda í vor þar sem íbúum mun gefast kostur á að ræða við fulltrúa í heimastjórnum ásamt öðrum kjörnum fulltrúum. Jafnframt var rætt um að forma frekari aðkomu íbúa að stjórnsýslu Vesturbyggðar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Stórskipakantur á Patreksfirði

Lagt fyrir erindi frá Vestra ehf. og Odda hf. um stórskipakant á Patreksfirði.

Bæjaráð þakkar bréfriturum erindið.

Í síðustu tillögu að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 og fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028 er gert ráð stórskipakanti á Patreksfirði. Vesturbyggð gengur út frá því í sínum áætlunum að sú áætlun muni ganga eftir.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs - 2024

Lögð fram til samþykktar, samþykkt um meðhöndlun úrgangs.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt um meðhöndlun úrgangs verði samþykkt.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Hafnsögumaður - ósk um meðmæli

Lagt fram erindi Jóns Þórðarsonar þar sem óskað er eftir meðmælum hafnarstjórnar vegna endurnýjunar á réttindum til hafnsögu í höfnum Vesturbyggðar.

Bæjarráð mælir með endurnýjun hafnsöguskírteinis Jóns Þórðarsonar kt. 180856-3239, Gilsbakka 8, 465 Bíldudal, fyrir hafnir Vesturbyggðar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Beiðni um samstarfssamning

Lagt fram bréf frá Héraðssambandinu Hrafna-Flóka með beiðni um gerð samstarfsssamnings.

Bæjarráð þakkar erindið og býður stjórn Héraðssambandsins Hrafna-Flóka til samtals um samstarfssamning.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

13. Milliuppgjör Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps 31.05.2024

Lögð fram til kynningar drög að milliuppgjörum Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Fundargerðir 2024 stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 82. og 83. stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2024

Lögð fram til kynningar fundargerð frá aðalfundi Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 9 okt 2024.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Fundargerðir Hafnasambands Ísland 2024

Lögð fram til kynningar fundargerð 466. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands til kynningar.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

Lögð fram til kynningar 953. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


18. Ályktun samþykkt á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands

Lögð fram til kynningar bréf frá stjórn Skógræktarfélags Íslands með ályktun um vörsluskyldu búfjár sem samþykkt var á aðalfundi félagsins nýverið.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


19. Ágóðahlutagreiðsla 2024

Lagt fram til kynningar bréf til aðildarsveitarfélaga EBÍ er varðar ákvörðun stjórnar EBÍ um ágóðahlutagreiðslu ásamt yfirliti yfir greiðslur til hvers og eins sveitarfélags.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


20. Þinggerð 69. Fjórðungsþings að hausti og ályktanir þingsins

Lögð fram til kynningar, þinggerð 69. Fjórðungsþings Vestfirðinga að hausti, sem haldið var á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði þann 18. og 19. október s.l.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


21. Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar uppfært minnisblað um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025 og 2026-2028.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


22. Til umsagnar 75. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Lagt fram til umsagnar mál nr. 75, tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


23. Til umsagnar 79. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Lagt fram til umsagnar mál nr. 79, frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (réttur til sambúðar).

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00