Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 26. nóvember 2024 og hófst hann kl. 14:00
Nefndarmenn
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
- Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) áheyrnafulltrúi
- Páll Vilhjálmsson (PV) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028
Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri sat fundinn undir liðnum.
Farið var yfir þær tillögur sem liggja fyrir vegna fjárhagsáætlunar 2025-2028 er snúa að hafnarsjóði Vesturbyggðar ásamt tillögum að gjaldskrá hafnarsjóðs.
2. Sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða
Þorsteinn Másson framkvæmdastjóri Bláma og Þórkatla Soffía Ólafsdóttir starfsmaður Vestfjarðastofu sátu fundinn undir liðnum.
Farið var yfir mögulegar umsóknir Vesturbyggðar í sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða C1. Rætt var um verkefni sem miðar að því að gera grunnrannsóknir á ákveðnum smávirkjanakostum á svæðinu.
3. Tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli
Farið var yfir þau tilboð sem bárust frá fjarskiptafyrirtæknum.
Sveitafélaginu bárust tvö tilboð í lagningu ljósleiðara í þéttbýli, annarsvegar frá Mílu og hinsvegar frá Snerpu.
Á grundvelli tilboða var ákveðið að ganga til samninga við Mílu við lagningu ljósleiðara í þéttbýli á Patreksfirði og á Tálknafirði og Snerpu við lagningu ljósleiðara á Bíldudal.
4. Umferðarreglur í Vesturbyggð, í þéttbýli
Geir Gestsson sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir liðnum.
Umhverfis- og framkvæmdasvið leggur fram tillögu um að umferðarhraði innan þéttbýlis á Bíldudal verði lækkaður úr 35km/klst í 30km/klst.
Heimastjórn Arnarfjarðar samþykkir tillöguna samhljóða.
Heimastjórn Arnarfjarðar vekur einnig athygli á slæmu ástandi í götunni Lönguhlíð þar sem ástand götunnar leyfir ekki almennan aksturshraða. Heimastjórn leggur til við bæjarráð að skoðað verði hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að gatan verði skilgreind sem vistgata með 15 km hámarkshraða vegna þrengsla í götunni og til að tryggja öryggi vegfarenda. Jafnframt er brýnt að huga að viðhaldi götunnar sem allra fyrst.
Heimastjórn Arnarfjarðar Samþykkir samhljóða.
Bæjaráð þakkar heimastjórn Arnarfjarðar erindið.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umferðarhraði innan þéttbýlis á Bíldudal verði lækkaður úr 35km/klst í 30km/klst.
Bæjarráð felur sviðstjórna umhverfis- og framkvæmdasviðs að taka saman upplýsingar sem þarf til að breyta götu í vistgötu og skila inn til bæjarráðs.
5. Sorphirðusamningur
Geir Gestsson sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir liðnum.
Umhverfis- og loftslagsráð leggur til við bæjarstjórn að samningur við Kubb ehf verði framlengdur um tvö ár frá 31.08.2025. Þessi tvö ár verði nýtt til að vinna ítarlega greiningarvinnu á fyrirkomulagi sorpmála í sveitarfélaginu og endurskoða fyrirkomulagið í ljósi reynslu og breytinga í þessum málaflokki á landsvísu. Greina þarf allan kostnað við málaflokkinn og reikna út hvað breytingar á fyrirkomulagi þýða í álögum á íbúa þannig að nýtt útboð leiði til hagræðingar og lækkunar í álögum á íbúa ef mögulegt er.
Bæjarráð samþykkir tillögur umhverfis- og framkvæmdaráðs og felur bæjarstjóra að ganga frá framlengingu á samningi við Kubb.
6. Velferðarþjónusta Vestfjarða
Velferðarþjónusta Vestfjarða er búin að starfa í u.þ.b. eitt ár. Á 4. fundi fjölskylduráðs þann 21. október sl. lagði fjölskylduráð það til við bæjarráð að óska eftir fundi um stöðu og framgang málsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að framgang málsins.
7. Uppgjör á hlut BsVest í útsvari ársins 2023
Uppgjör á hlut BsVest á útsvari ársins 2023
Farið yfir uppgjör BsVest á útsvari vegna ársins 2023 og hlut Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í því uppgjöri.
8. Ívilnanaheimildir Menntasjóðs námsmanna
Lagður er fram tölvupóstur Reinhards Reynissonar f.h. Byggðastofnunar, þar sem upplýst er um stöðu mála varðandi nýtingu ívilnanaheimilda í lögum um Menntasjóð námsmanna nr. 60/2020 ásamt tillögum starfshóps heilbrigðisráðherra um nýtingu ívilnanaheimildanna og svæðaskilgreiningu Byggðastofnunar skv. 1. mgr. 28. gr. laganna.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða til samráðs um málið.
Til kynningar
9. Milliuppgjör Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps 31.05.2024
10. Fundargerðir 2024 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
11. Fundargerðir 2024 Hafnasambands Ísland
12. Fundargerðir 2024 stjórnar Náttúrustofa Vestfjarða
13. Fundargerðir 2024 Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum
Lagðar fram til kynningar fundargerð nr. 77 frá stjórnarfundi Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, fundargerð aðalfundarins sem haldinn var 9. október á Hilton Reykjavík Nordica, og skýrsla frá EFLU um raforkuverð á Íslandi frá árinu 2024.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50
Jóhann Örn Hreiðarsson sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi í fjarveru Friðbjargar Matthíasdóttur.