Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #15

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 9. desember 2024 og hófst hann kl. 15:00

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2025 og 3 ára áætlun 2026-2028.

Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2025 ásamt 3 ára áætlun 2026-2028 til seinni umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 11. desember nk.

Málsnúmer36

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fjárhagsáætlun 2025 - gjaldskrár

Lagðar fyrir gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2025.

Lagt er til að gjaldastuðlar vegna vatnsgjalds og fráveitugjalds fyrir almennt húsnæði lækki og fari úr 0,28% eins og lagt var til í fyrri umræðu og verði 0,23%

Gjaldskrár sem snúa að barnafjölskyldum, eldri borgurum og öryrkjum hækki um 2,8%, aðrar gjaldskrárhækkanir verða 4,5%. Leikskólagjöld lækka um 10% en teknir verði upp skráningadagar. Fæðisgjald í leikskólum haldist óbreytt milli ára.

Bæjarráð vísar gjaldskrám Vesturbyggðar til seinni umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 11. desember nk.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Gjaldskrá leikskólanna í Vesturbyggð, breyting

Lagðar fram breytingar á gjaldskrám leikskólanna ásamt minnnisblaði sviðstjóra fjölskyldusviðs.

Fjölskylduráð leggur til við bæjarstjórn að teknir verði upp svo kallaðir skráningardagar í leikskólum í kringum jól, páska og vetrarfrí í skólum. Á árinu 2025 verði þeir alls 12.

Breytingar verði gerðar á gjaldskrá leikskóla þannig að dvalargjald verði eitt í stað klukkustundagjalds. Mánaðargjald í leikskóla verði lækkað um 10% árið 2025. Matargjald haldist óbreytt milli ára.

Opnunartími leikskóla helst óbreyttur en almennur dvalartími verði til kl. 14 á föstudögum. Hægt verði að skrá börn í lengri tíma gegn gjaldi.

Afsláttur af leikskólagjöldum verði tekjutengdur en í stað þess verði tekinn út afsláttur vegna einstæðra foreldra og námsmanna.

Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á gjaldskrá leikskólanna og eru þær hluti af tillögu að fjárhagsáætlun sem nú er lögð fyrir í annarri umræðu og vísað áfram til bæjarstjórnar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar

Lagðir fram viðaukar 5 og 6 við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar fyrir árið 2024.

Viðauki 5 er lagður fyrir vegna leiðréttingar á sölu eigna, en í fjárhagsáætlun 2024 var gert ráð fyrir sölu á Tjarnarbraut 8 á Bíldudal. Viðaukinn er lagður fyrir þar sem ekki stendur til að selja eignina á árinu.

Viðauki 6 er lagður fyrir vegna samstarfsverkefna. Með breytingu sem gerð var á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga á árinu 2021, þurfa sveitarfélög nú að færa í samantekin reikningsskil sín, sem og fjárhagsáætlanir, hlutdeild sína í byggðasamlögum, sameignarfélögum, sameignarfyrirtækjum og öðrum félögum með ótakmarkaðri ábyrgð. Samstarfsverkefnin sem um ræðir eru Náttúrustofa Vestfjarða og Fjórðungssamband Vesfirðinga.

Viðaukarnir hafa þau áhrif að rekstrarniðurstaða í A hluta lækkar um 28 miljónir kr. og verður neikvæð um 37,5 miljónir og í A og B hluta lækkar rekstrarniðurstaða um 26,9 mmiljónir kr. og verður jákvæð um 48,1 miljón. Lækkun verður á handbæru fé í A hluta um 28 miljónir kr og verður 80,8 miljónir og í A og B hluta lækkar handbært fé um 28,9 og verður jákvætt um 145,2 miljónir.

Bæjarráð samþykktir viðaukana og og vísar þeim til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Jöfnunarsjóður

Farið yfir framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og þau rædd.

Guðni Geir Einarsson og Elmar Björnsson frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sátu fundinn undir liðnum.

Bæjarráð þakkar Guðna Geir og Elmari fyrir yfirferðina.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Forkaupsréttur vegna Kirkjubraut 2 Tálknafirði

Lagður fram tölvupóstur frá Fasteignasölunni Ás dags. 25.nóvember sl. þar sem óskað er skriflegrar staðfestingar á því hvort Vesturbyggð vilji nýta sér forkaupsrétt á Kirkjubraut 2, F228-8473, sumarhús í Tálknafirði.

Bæjarráð staðfestir að Vesturbyggð muni ekki nýta sér forkaupsréttinn og felur bæjarstjóra að ganga frá skriflegri staðfestingu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Hafnarsamningur - 30.mars 2004

Lagður fram hafnasamningur Vesturbyggðar við Íslenska Kalkþörungafélagið ehf. frá 30. mars 2004.
Samningurinn tekur á skyldum og réttindum samningsaðila varðandi höfnina á Bíldudal sem og gjaldtöku vegna afnota af höfninni.
Samkvæmt samninginun gilti hann upphaflega til 31. desember 2018 en skyldi framlengjast sjálfkrafa í sjö ár nema aðilar samningsins segðu honum upp eigi síðar en ári fyrir lok samningstímans. Samningnum var ekki sagt upp og framlengdist hann því til 31. desember 2025.

Bæjarráð felur hafnastjóra að segja upp samningnum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Styrkumsóknir til menningar- og ferðamálaráðs 2024

Menningar- og ferðamálafulltrúi sat fundinn undir liðnum.

Lagðar fyrir styrkbeiðnir sem bárust fyrir fjórðu úthlutun ársins 2024. Alls bárust sex umsóknir.

1. Kristinn Himar Marinósson sækir um styrk til verkefnisins Bifröst- Brú í aðra heima, sem felur í sér gerð gönguleiðakerfis umhverfis þorpið á Tálknafirði og nærliggjandi heiðar.

Bæjarráð samþykkir styrkbeiðni að upphæð 150.þús.

2. Bíldudals grænar baunir, bæjarhátíð sækir um styrk fyrir vegglistaverki.

Bæjarráð samþykkir styrkbeiðni að upphæð 150.þús.

3. S og S veitingar sækir um styrk fyrir uppistandara á Skútanum.
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðni að upphæð 75.þús.

4. Justas Suscickis sækir um styrk fyrir markaðsátaki á sjóbrettum (wakeboarding) á Vestfjörðum.
Bæjarráð hafnar styrkbeiðni.

5. Jóhann Birgir Pálmason sækir um styrk fyrir undirbúningi og gerð verkefnisins Hjarta þorpsins.

Bæjarráð samþykkir styrkbeiðni að upphæð 150.þús.

6. Tómas Guðbjartsson sækir um styrk fyrir bókinni Gamli bærinn í Hvestu.
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðni að upphæð 150.þús.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

9. Fundargerðir 2023-2024 og starfsreglur svæðisskipulagsnefndar

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 8. og 9. fundar Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Fundargerðir 2024 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lagðar fyrir til kynningar fundargerðir 956., 957. og 958. funda Sambands íslenskrar sveitarfélaga.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Fjárhagsáætlun Náttúrustofu Vestfjarða 2025, ásamt þriggja ára áætlun

Lagt fram til kynningar fjárhagsáætlun Náttúrustofu Vestfjarða 2025, ásamt þriggja ára áætlun.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Fundargerðir 2024 stjórnar Náttúrustofa Vestfjarða

Lögð fram til kynningar fundargerð 151. fundar Náttúrustofu Vestfjarða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00