Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 14. janúar 2025 og hófst hann kl. 14:00
Nefndarmenn
- Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) varamaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
- Páll Vilhjálmsson (PV) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Bíldudalsskóli - húsnæði
Lagt fyrir minnisblað umhverfis og framkvæmdasviðs vegna efnisskipta í grunn við Bíldudalsskóla.
Magnús Árnason verkefnastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir liðnum.
Eftir tilraunaholur fyrir grunn að Bíldudalsskóla er það mat byggingarstjóra að nýverandi jarðvegur sé ekki eins góður og vonast var eftir og fara þurfi í jarðvegsskipti á svæðinu. Áætlaður kostnaður við efnaskipti er metinn á um 25-30 milljónir. Jarðvegsskiptin hafa ekki áhrif á verklok.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í efnaskipti á svæðinu og gert verði ráð fyrir fjármögnun í viðauka sem lagður verður fyrir í fjórða dagskrárlið fundarins.
2. Ívilnanaheimildir Menntasjóðs námsmanna
Á 14. fundi bæjarráðs, þann 26. nóvember 2024, var lagður fram tölvupóstur Reinhards Reynissonar f.h. Byggðastofnunar, þar sem upplýst er um stöðu mála varðandi nýtingu ívilnanaheimilda í lögum um Menntasjóð námsmanna nr. 60/2020 ásamt tillögum starfshóps heilbrigðisráðherra um nýtingu ívilnanaheimildanna og svæðaskilgreiningu Byggðastofnunar skv. 1. mgr. 28. gr. laganna. Bæjarráð fól bæjarstjóra að boða forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða til samráðs um málið.
Mætt til fundar við bæjarráð eru Lúðvík Þorgeirsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
Unnið er að þarfagreiningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir þegar niðurstöður þarfagreiningar liggja fyrir og vera í sambandi við heilbrigðisstofnunina og byggðastofnun vegna málsins.
3. Hafnarbraut, Bíldudal. Umsókn um lóð undir hótelbyggingu.
Á 982. fundi bæjarráðs Vesturbyggðar sem haldinn var þann 22. apríl 2024 var tekið fyrir erindi BA 64 ehf varðandi lóð fyrir hótelbyggingu við höfnina á Bíldudal. Á fundinum var Bæjarstjóra falið að stilla upp samningi í samráði við umsækjendur lóðarinnar og leggja að nýju fyrir ráðið.
Drög að samningi hafa verið unnin og eru þau lögð fram.
Bæjarstjóra falið að setja sig í samband við umsækjendur lóðarinnar og ganga frá samningi.
4. Fjárhagsáætlun 2025 - viðaukar
Lagðir fyrir viðaukar 1 og 2 við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar.
Viðauki 1 er lagður fyrir vegna mistaka við vinnu við gerð fjárhagsáætlunar hafnarsjóðs, þannig að formerki snérust við yfirfærslu milli kerfa.
Viðauki 2 er lagður fyrir vegna jarðvegsskipta við grunn að Bíldudalsskóla. Eftir tilraunaboranir kom í ljós að jarðvegur reyndist ekki eins góður og áætlað var og fara þarf í jarðvegsskipti.
Viðauka 1 er mætt með lækkun lækkun á handbæru fé og viðauka 2 er mætt með lántöku.
Viðaukarnir hafa ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu í A hluta. Í A og B hluta lækkar rekstrarniðurstaðan um 28 milljónir og verður 202 milljónir. Viðaukarnir hafa ekki áhrif á handbært fé í A hluta. A og B hluta lækkar handbært fé um 28 milljónir og verður 77,5 milljónir.
Bæjarráð samþykkir viðaukana og vísar honum áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.
5. Ferðastyrkur nemenda FSN á Patreksfirði
Lögð fyrir tillaga að styrk til nemenda Fjölbrautaskóla Snæfellinga á Patreksfirði til að koma til móts við aukin kostnað nemenda við ferðir til Grundafjarðar sem farnar eru reglulega yfir skólaárið. Styrkurinn er í samræmi við húsnæðisstyrk 15 - 17 ára sem sækja framhaldsskóla utan heimabyggðar.
Sviðstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir liðnum.
Bæjarráð samþykkir að styrkja alla nemendur við Fjölbrautaskóla Snæfellinga á Patreksfirði vegna gistikostnaðar við ferðir til Grundarfjarðar til samræmis við þá húsnæðisstyrki sem veittir eru 15-17 ára sem sækja framhaldskóla utan heimabyggðar.
Gert var ráð fyrir fjármögnun við verkefnið í fjárhagsáætlun.
Sviðstjóra fjölskyldusviðs falið að setja sig í samband við umsjónarmann deildarinnar á Patreksfirði varðandi nánari útfærslu og utanumhald.
6. Lántökur ársins 2025
Lögð fram drög að umsókn Vesturbyggðar um lántökur á árinu 2025 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 465 millj.kr. Lántaka er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2025 og er tekið til að endurfjármagna hluta afborgana lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2025 og til að fjármagna framkvæmdir og fjárfestingar á árinu 2025 sbr. lög um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr., 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Bæjarráð samþykkir lántökuna og vísar áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.
7. Beiðni um skipan fulltrúa í Úrgangsráð Vestfjarða
Lagður fram tölvupóstur frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dags. 9. janúar sl. þar sem óskað er eftir því að Vesturbyggð tilnefni fulltrúa og varamann í Úrgangsráð Vestfjarða.
Bæjaráð tilnefnir Lilju Magnúsdóttur sem fulltrúa Vesturbyggar í Úrgangsráð Vestfjarða og Gerði Björk Sveinsdóttur til vara.
8. Skipan fulltrúa í svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða
Fulltrúi Vesturbyggðar í svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða, Tryggvi B. Baldursson hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum sem kjörinn fulltrúi og skipa þarf því nýjan fulltrúa Vesturbyggðar í nefndina.
Tillaga liggur fyrir um að Páll Vilhjálmsson taki sæti Tryggva í nefndinni.
Samþykkt samhljóða.
9. Umhverfisstefna Vesturbyggðar
Lagður fyrir tölvupóstur frá formanni umhverfis- og loftlagsráðs þar sem óskað er eftir því að skipað verði í vinnuhóp við gerð umhverfis og loftlagsstefnu fyrir Vesturbyggð í samræmi við samþykkt á 13. fundi bæjarráðs 12. nóvember sl.
Bæjarráð samþykkir að skipaður verði starfshópur um gerð umhverfis- og loftlagsstefnu fyrir Vesturbyggð.
Starfshópurinn skal skipaður Freyju Ragnarsdóttur Pedersen, Guðrúnu Önnu Finnbogadóttur og Jónasi Snæbjörnssyni.
Gert er ráð fyrir að starfshópurinn fundi að hámarki 4 sinnum.
10. Sala aflaheimilda frá Tálknafirði
Rætt um sölu á aflaheimildum frá Tálknafirði.
Jenný Lára Magnadóttir vék af fundi.
Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir áhyggjum sínum af tilfærslu aflaheimilda frá Tálknafirði til Útgerðarfélags Reykjavíkur. Tilfærslan mun, ef til þess kemur að löndun á umræddum aflaheimildum fari ekki fram í gegnum Tálknafjarðarhöfn, hafa verulega áhrif á rekstur hafnarinnar og þjónustu við höfnina.
Bæjarráð Vesturbyggðar hvetur nýjan eiganda aflaheimildanna til að tryggja það að aflaheimildir þær sem landað hefur verið til þessa í Tálknafirði verði það áfram.
Jenný Lára Magnadóttir kom aftur inná fundinn.
Til kynningar
12. Sérstakt strandveiðigjald til hafna 2024
Lagt fram til kynningar yfirlit frá Fiskistofu um sérstakt strandveiðigjald sem rennur til hafna í Vesturbyggð. Hlutur hafna innan Vesturbyggðar er eftirfarandi:
Bíldudalshöfn: 616.602- Kr
Brjánslækjarhöfn: 106.604.- Kr
Patrekshöfn: 3.666.108.- Kr
Tálknafjarðarhöfn: 1.722.732,- Kr
13. Fundargerðir 2023-2024 og starfsreglur svæðisskipulagsnefndar
Lagðar fram til kynningar fundargerðið 10. og 11. fundar Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða
14. Fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu 2024
Lögð fram til kynningar fundargerð 64. stjórnarfundur Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga
15. Fundargerðir 2024 Breiðafjarðarnefndar
16. Fundargerðir 2024 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
17. Fundargerðir 2024 Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis
Lögð fram til kynningar fundargerð nr. 150 og skipting kostnaðar milli sveitarfélaga fyrir árið 2025
18. Svæðisskipulag Vestfjarða
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15