Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #17

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 29. janúar 2025 og hófst hann kl. 14:00

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Heimastjórn Patreksfjarðar

Heimastjórn Patreksfjarðar kemur inná fund bæjarráð þar sem farið verður yfir helstu verkefni sem hafa verið á höndum heimastjórnar og þau verkefni sem framundan eru.

Gunnar Sean Eggertsson og Rebekka Hilmarsdóttir fulltrúar heimastjórnar Patreksfjarðar sátu fundinn undir liðnum.

Starf heimastjórnar Patreksfjarðar hefur farið vel af stað.
Rætt var um starfsáætlum heimastjórna fyrir næsta ár og mikilvægi þess að eiga samtal við íbúa. Fyrirhugaðir eru íbúafundir á árinu með heimastjórnum þar sem íbúum gefst tækifæri á að koma hugmyndum á framfæri.

Bæjarráð þakkar heimastjórn Patreksfjarðar komuna á fundinn og yfirferðina.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Gjaldskrár og skráningardagar í leikskólum og frístund

Lagt fram minnisblað frá sviðstjóra fjöslskyldusviðs varðandi aðgerðir til að mæta styttingu vinnuviku ófaglærðs starfsfólks í frístund úr 40 stundum í 36 stundir.

Sviðstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir liðnum.

Fjölskylduráð leggur til við bæjarráð að opnunartími frístundar verði styttur um tvo tíma á föstudögum þannig að hún lokið kl.14.
Meta þarf hvort taka eigi upp skráningu milli kl 14-16 á föstudögum sambærilega við það sem gert er í leikskólanum Araklett. Samhliða þessum breytingum þarf að fara fram skoðum á gjaldskrá frístundar.

Sviðstjóra fjölskyldusviðs falið að kalla eftir frekari gögnum varðandi ástundun í frístund og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 20242025 - Vesturbyggð

Lagt fram bréf matvælaráðuneytisins dags. 22. janúar 2025 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2024/2025.

Jenný Lára Magnadóttir vék af fundi.
Hafnarstjóri sat fundinn undir liðnum.

Bæjaráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi við matvælaráðuneytið og afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar bæjarráðs sem verður þann 11. febrúar nk.

Jenný Lára Magnadóttir kom aftur inná fundinn.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Uppbygging virkjunar í Ósá á Patreksfirði

Rætt um möguleika á virkjun í Ósá í Patreksfirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja aftur fyrir bæjarráð.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Ísland ljóstengt - Barðaströnd

Lögð fram drög að samningi varðandi sölu á ljósleiðara á Barðaströnd

Bæjarráð felst á að selja Mílu ljósleiðarann á Barðaströnd og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi um sölu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

6. Bíldudalsskóli og Tjarnarbrekka Hönnun og undirbúningur

Til kynningar fundargerðir verkfunda vegna byggingu Bíldudalsskóla. Fundargerðir verkfunda 1 og 2.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Eldvarnareftirlit 2024

Lögð fyrir til kynningar samantekt Brunavarna Suðurnesja vegna eldvarnareftirlits sem framkvæmt var á árinu 2024.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Fundargerð Ársfundar 2023- Brák Íbúðafélag

Lögð fram til kynningar fundargerð ársfundar Brákar íbúðafélags vegna ársins 2023.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00