Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #19

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 25. febrúar 2025 og hófst hann kl. 15:00

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Uppbygging virkjunar í Ósá á Patreksfirði

Edda Bára Árnadóttir starfsmaður Bláma sat fundinn undir liðnum.

Blámi hefur verið að skoða möguleika sveitarfélagisns varðandi uppbyggingu virkjunar í Ósá. Farið yfir stöðuna á verkefninu.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram í samstarfi við Bláma og auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að kanna virkjanakosti í Ósá.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Umsóknir um styrki í fiskeldissjóð 2025

Fiskeldissjóður auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2025
Umsóknarfrestur er til kl 16 mánudaginn 10. mars.

Sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir liðnum.

Rætt um hugsanlegar umsóknir í fiskeldissjóð.
Sviðstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs falið að vinna áfram að umsóknum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Fulltrúi vegna menningarstefnu

Lögð fram beiðni frá Vestfjarðarstofu vegna tilnefningar fulltrúa sveitarfélagsins við gerð menningarstefnu.

Bæjarráð tilnefnir Valgerði Maríu Þorsteinsdóttur sem fulltrúa Vesturbyggðar við gerð menningarstefnu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Skipun fulltrúa í stýrihóp áfangastaðaáætlunar ásamt kynningu á endurskoðaðri áfangastaðaáætlun Vestfjarða

Lagður fram tölvupóstur frá Vestfjarðastofu dags. 20. febrúar sl. með ósk um tilnefninu í stýrihóp áfangastaðaáætlunar ásamt kynningu á henni.

Bæjarráð tilnefnir Valgerði Maríu Þorsteinsdóttur sem fulltrúa Vesturbyggðar í stýrihóp áfangastaðaáætlun.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Heimastjórn Arnarfjarðar

Heimastjórn Arnarfjarðar kom inná fund bæjarráðs þar sem farið var yfir helstu verkefni sem hafa verið á höndum heimastjórnar og þau verkefni sem framundan eru.

Valdimar B Ottósson og Rúnar Örn Gíslason sátu fundinn undir liðnum.

Starf heimastjórnar Arnarfjarðar hefur farið vel af stað. Rætt var um helstu verkefni, bæði það sem gengið hefur vel og það sem betur má fara.

Fyrsta kaffispjallið með íbúum átti sér stað á Vegamótum 24. febrúar sl. og gekk það vel og var mætingin góð.

Fyrirhugaðir eru íbúafundir á árinu með heimastjórnum þar sem íbúum gefst tækifæri á að koma hugmyndum á framfæri.

Bæjarráð þakkar heimastjórn Arnarfjarðar fyrir komuna á fundinn og yfirferðina.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Fulltrúaráð velferðarþjónustu Vestfjarða

Lagður fram tölvupóstur frá Ísafjarðarbæ dags 11. febrúar sl. þar sem þess er óskað að Vesturbyggð tilnefni tvo aðila í fulltrúaráð sérhæfðrar velferðarþjónustu á Vestfjörðum.

Bæjarráð tilnefnir Þórkötlu Soffíu Ólafsdóttur og Jóhann Örn Hreiðarsson sem fulltrúa Vesturbyggðar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Til samráðs - Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Lagt fram erindi fá innviðaráðuneytinu með ósk um umsögn um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Bæjarráð líst almennt vel á breytingar á kerfi jöfnunarsjóðs en telur þó að taka verði betur tillit til þess hvernig samgöngur eru innan sveitarfélags. Ekki sé nóg að horfa til þess hve margir byggðakjarnar og margir kílómetrar séu í hverju sveitarfélagi heldur þurfi að taka tillit til þess hvernig samgöngur eru á milli byggðakjarna og felur bæjarstjóra að senda inn umsögn.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

8. Opið samráð um drög að frumvarpi til laga - mat á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélög

Lagt fram til kynningar opið samráð um drög að frumvarpi til laga - mat á fjárhaglegum áhrifum á sveitarfélög.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Til samráðs - Breyting á reglugerð um urðun úrgangs nr. 7382003

Lagt fram erindi frá umhverfis- orku- og loftlagsráðuneytið með ósk um umsögn um breytingu á reglugerð um urðun úrgangs nr. 738/2003

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Til samráðs - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 332004 (EESreglur, móttaka úrgangs í höfnum).

Lagt fram erindi frá umhverfis-, orku - og loftlagsráðuneytinu með ósk um umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 33/2004 (EESreglur, móttaka úrgangs í höfnum).

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Til samráðs - Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber fjármál, nr. 1232015 (stöðugleikaregla o.fl.)

Lagt fram erindi frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu með ósk um umsögn um áform um frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál, nr, 1232015 ( stöðugleikaregla o.fl.)

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Hjúkrunarrými á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði

Lagt fram til kynningar fundargerð varðandi hjúkrunarrými á Patreksfirði -staða verkefnis og næstu skref.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Fundargerðir 2025 stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

Lögð fram til kynningar fundargerð 84 stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Fundargerðir 2025 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lögð fram til kynningar fundargerð 963. fundar Sambands íslenskrar sveitarfélaga.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15