Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 11. mars 2025 og hófst hann kl. 14:00
Nefndarmenn
- Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) varamaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
- Páll Vilhjálmsson (PV) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Áfrýjun dómur héraðsdómur til Landsréttur - Aflagjald Arnarlax
Lögð fyrir dómsuppkvaðning Landsréttar í máli Vesturbyggðar gegn Arnarlax sem kveðin var upp 27. febrúar sl.
Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms þar sem fram kom að ekki væri heimild í hafnarlögum til gjaldtöku aflagjalda af eldisfiski þar sem eldisfiskur teldist ekki til sjávarafurða og fiskeldisfyrirtæki gætu ekki talist sjávarútvegsfyrirtæki í skilningi laga.
Vesturbyggð harmar niðurstöðuna og felur bæjarstjóra að rekja málið og birta á heimasíðu sveitarfélagsins.
2. Endurnýjun Björgunarskips
Erindi frá Björgunarbátasjóð Barðastrandarsýslu dags. 19. febrúar 2025. Í erindinu kemur fram að nú sé komið að endurnýjun á björgunarskipi á svæði 6, Verði II sem þjónustar svæði frá Arnarfirði að Kollafirði á sunnanverðum Vestfjörðum. Heildarkostnaður við smíði skipsins er 340 milljónir króna og það sem fellur í hlut Björgunarbátasjóðs Vestur Barðastrandarsýslu eru 85 milljónir króna. Áformað er að nýtt björgunarskip verði afhent 2026.
Í erindinu er óskað eftir aðkomu Hafnasjóðs Vesturbyggðar að verkefninu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Vesturbyggð styrki kaup á björgunarskipi um 20 milljónir sem skiptist niður á næstu fjögur ár.
Jafnframt mun Vesturbyggð áfram veita Björgunarbátasjóð Barðastrandarsýslu aðgang að höfnum Vesturbyggðar gjaldfrjálst fyrir björgunarskip.
3. Stofnframlag sveitarfélags íbúðir á Patreksfirði
Lagður fram tölvupóstur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun dags. 4. mars sl. varðandi stofnframlög sveitarfélagsins við byggingu íbúða á Patreksfirði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja veitingu stofnframlags frá sveitarfélaginu vegna byggingu íbúða á Patreksfirði.
Gert er ráð fyrir framlaginu í fjárhagsáætlun Vesturbyggðar fyrir árið 2025.
4. Dunhagi umsókn um menningarstyrk Vesturbyggðar
Lagður fram tölvupóstur frá Guðmundi Má Ástþórssyni fyrir hönd Dunhaga Tálknafirði dags. 24. febrúar sl. með umsókn um menningarstyrk Vesturbyggðar til greiðslu á álögðum fasteignagjöldum.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra að kalla eftir frekari gögnum.
5. Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps
Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps kemur inná fund bæjarráðs þar sem farið verður yfir helstu verkefni sem hafa verið á höndum heimastjórnar og þau verkefni sem framundan eru.
Elín Eyjólfsdóttir og Edda Kristín Eiríksdóttir sátu fundinn undir liðnum.
Starf heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps hefur farið vel af stað. Rætt var um helstu verkefni, bæði það sem gengið hefur vel og það sem betur má fara.
Fyrstu kaffispjöllin með íbúum áttu sér stað á byggðasafninu Hnjóti og félagsheimilinu Birkimel 4. og 5 mars sl. og gekk það vel.
Fyrirhugaðir eru íbúafundir nú í lok mars með heimastjórnum þar sem íbúum gefst tækifæri á að koma hugmyndum á framfæri.
Bæjarráð þakkar heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps fyrir komuna á fundinn og yfirferðina.
6. Íþróttamannvirki
Farið yfir málefni íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu
Forstöðumaður íþróttamannvirka, sviðstjóri fjölskyldusviðs og sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sátu fundinn undir liðnum.
Farið var yfir málefni íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu og rætt um þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á árinu og forgangsröðun þeirra.
Farið var yfir daglegan rekstur íþróttahúsanna og rætt um ýmsar útbætur sem til stendur að koma á eins og innstimplunarkerfi og nýtt kassakerfi.
7. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu
Ræða um misjafnt aðgengi íbúa að heilbrigðisþjónustu og mikilvægi þess að tryggja jafnt aðgengi að bráðaþjónustu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða um aðgengi íbúa að bráðaþjónustu og mögulegar leiðir til úrbóta í þeim efnum.
Til kynningar
8. Erindi varðandi fiskeldi
9. Fundarboð á aðalfund Lánasjóðsins
Lagt fram til kynningar fundarboð á aðalfund Lánasjóðsins síðdegis fimmtudaginn 20. mars 2025 á Hilton Reykjavik Nordica.
10. Aðalfundur fulltrúaráðs Háskólaseturs Vestfjarða 14.03.2025
Lagt fram til kynningar fundarboð á aðalfund fulltrúaráðs Háskólaseturs Vestfjarða sem haldinn verður 14. mars nk.
11. Fyrirspurn um samstarf.
Lagt fram bréf frá samtökunum Landsbyggðin lifi þar sem leitað er eftir samstafi vegna norræns verkefnis sem kallast Coming, Staying, Living
12. Fundargerðir 2025 Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum
Lögð fram til kynningar fundargerð nr. 79 frá stjórnarfundi Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.
13. Fundargerðir 2025 stjórnar Náttúrustofa Vestfjarða
14. Fundargerðir 2025 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 965., 966., 967., 968. 969. og 970. funda stjórnar Sambandsins frá 18., 19., 20., 21. 24. og 25. febrúar 2025
15. Fundargerðir 2025 Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis Ársreikningur
Lögð fram til kynningar fundargerð 151. fundar og ársreikningur 2024 frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða
16. Mál nr. 101 um tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 24-152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis dags. 6. mars sl. með ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30