Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 25. mars 2025 og hófst hann kl. 14:00
Nefndarmenn
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
- Páll Vilhjálmsson (PV) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu
Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu mætti til fundarins og fór yfir helstu verkefni sem unnin eru í samstarfi sveitarfélaga á Vestfjörðum í gegnum Vestfjarðastofu.
Bæjarráð þakkar yfirferðina.
2. Áfrýjun dómur héraðsdómur til Landsréttur - Aflagjald Arnarlax
Dómur landsréttar í máli Vesturbyggðar gegn Arnarlax var kveðinn upp þann 27. febrúar sl. þar sem dómurinn féll Arnarlax í hag.
Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir samhljóða að ekki verði eftir því leitað við hæstarétt að málið verði tekið fyrir þar.
Til kynningar
3. Breyting á gildandi rekstrarleyfi Skrímslasetur Bíldudal
4. Fundargerðir 2025 Breiðafjarðarnefndar
Lögð fram til kynningar fundargerð 229. fundar Breiðafjarðarnefndar sem haldin var 4. febrúar 2025
5. Fundargerðir 2025 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 964, 971 og 972. funda stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 7. og 28. febrúar og 11 mars 2025
6. Mál nr. 147. mál um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslögum (svæðisráð o.fl.).
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis dags. 13. mars sl. með ósk um umsögn um breytingar á lögum um skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslögum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45