Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #269

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 19. mars 2014 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 269. fundar miðvikudaginn 19. mars 2014 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði. Forseti bæjarstjórnar Friðbjörg Matthíasdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir séu við fundarboðun. GE gerði athugasemd við boðaða dagskrá e

    Fundargerðir til kynningar

    1. Bæjarstjórn - 268

    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1402009F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fundargerðir til staðfestingar

      2. Bæjarráð - 699

      Fundargerðin er í 7. töluliðum.
      Til máls tóku: Bæjarstjóri, GE og JPÁ.
      5. tölul.: Bæjarstjórn Vesturbyggðar skorar á Símann að klára ljósnetsvæðingu á Patreksfirði og nærsveitum sem allra fyrst. Þorpin á sunnaverðum Vestfjörðum voru síðust í röð þeirra 53 þéttbýlisstaða á landinu sem fengu ”Ljósnetið“ í þessari lotu. Það er ótækt að skilja helming byggðar á Patreksfirði eftir ótengdan þegar óvissa ríkir um hvenær framkvæmdinni lýkur.

      Bæjarstjórn Vesturbyggðar skorar jafnframt á Símann og önnur fjarskiptafyrirtæki að bæta afleitt samband 3G og GSM á sunnanverðum Vestfjörðum.
      Fundargerðin samþykkt samhljóða.

        Málsnúmer 1402012F

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Skipulags- og byggingarnefnd - 186

        Fundargerðin er í 15. töluliðum.
        Til máls tóku: Forseti, ÁS, bæjarstjóri, GE, JPÁ, GIB og MÓH.
        2. tölul.: Umsókn um byggingarleyfi - Hótel Flókalundur.
        Lögð fram umsókn um byggingarleyfi frá Pennu ehf. vegna Hótels Flókalundar. Um er að ræða stækkun á matsal hótelsins, móttökurými ásamt snyrtingum og starfsmannarými. Samhliða stækkun húsnæðisins verða gerðar endurbætur á eldri hluta þess.

        Umsókninni fylgja teikningar unnar af MarkSTOFU ehf. dags. 24. febrúar 2014. Einnig fylgir samþykki á framkvæmd þessari frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem landeigenda auk Umhverfisstofnunar vegna staðsetningar fasteignarinnar innan friðlands Vatnsfjarðar.

        Bæjarstjórn samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að óska meðmæla Skipulagsstofnunar með framkvæmdinni skv. 1. gr. ákvæða til bráðabirgða skipulagslaga nr.123/2010.
        Fyrirvari er jafnframt gerður um að eldvörnum sé fullnægt.

        6. tölul.: Beiðni um heimild til útgáfu lóðaleigusamninga í Vatnskrók Patreksfirði.
        Lagt fram erindi frá Elfari Steini Karlssyni f.h. tæknideildar Vesturbyggðar þar sem óskað er heimildar til handa fortöðumanni tæknideildarinnar fyrir útgáfu lóðaleigusamninga fyrir hús þau sem standa á hafnarsvæðinu í Vatnskrók, Patreksfirði.
        Bæjarstjórn samþykkir erindið.

        9. tölul.: Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Nýtt iðnaðarsvæði (I3) fyrir fiskeldi nyrst á Bíldudal.
        Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 16. október 2013 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Nýtt iðnaðarsvæði (I3) fyrir fiskeldi nyrst á Bíldudal.
        Tillagan var auglýst frá 30. janúar 2014 með athugasemdarfresti til 14. mars 2014. Umsagnir höfðu áður borist frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Minjaverði Vesturlands og Vegagerðinni. Búið er að verða við umsögnum umsagnaraðila.
        Athugasemd barst frá Gunnari Sean Eggertssyni og gerir hann athugasemd við að ósk hans um breytingu á aðalskipulagi, sem hann sendi inn og var samþykkt hjá skipulags- og byggingarnefnd þann 9. desember 2013 og hjá bæjarstjórn þann 20. desember 2013, hafi ekki verið innifalin í þeirri aðalskipulagsbreytingu er nú er í auglýsingu.

        Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að breyta tillögunni til samræmis við þá athugasemd er barst. Með þeim breytingum samþykkir bæjarstjórn tillöguna og felur skipulagsfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu skv. 32. gr. laga nr.123/2010.

        10. tölul.: Deiliskipulag Fit á Barðarströnd.
        Tekið aftur fyrir deiliskipulag Holtsfitja á Barðaströnd, sem auglýsa þarf aftur vegna formgalla á fyrri auglýsingu, en bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 17. apríl 2013 að auglýsa tillöguna.

        Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

        Fundargerðin samþykkt samhljóða.

          Málsnúmer 1402017F

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Fræðslunefnd - 97

          Fundargerðin er í 5. töluliðum.
          Til máls tóku: GE, JPÁ, forseti og bæjarstjóri.
          Fundargerðin samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 1402008F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Almenn erindi

            5. Deiliskipulag á Látrabjargi.

            Lagt fram deiliskipulag við Látrabjarg dags. í febrúar 2014 ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu unnið af BAARK ehf.
            Til máls tóku: Bæjarstjóri, ÁS, GE og JPÁ.
            Tekið fyrir deiliskipulag Látrabjargs, umhverfisskýrsla og uppdrættir dags. í febrúar 2014. Þann 18. febrúar sl. var haldinn sameiginlegur kynningarfundur bæjarstjórnar Vesturbyggðar og skipulags- og byggingarnefndar Vesturbyggðar og deildiskipulagið samþykkt til auglýsingar. Opinber kynningarfundur var haldinn 18. febrúar sl. á Patreksfirði. Á fundina mættu höfundar deiliskipulagsins Borghildur Sturludóttir, Birna Lárusdóttir og Þórhildur Þórhallsdóttir og kynntu þær fyrir fundarmönnum tillöguna.

            Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna og meðfylgjandi umhverfisskýrslu og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa hana skv.1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

              Málsnúmer 1203029 9

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00