Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #395

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 15. maí 2024 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
  • Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) varamaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) aðalmaður
  • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) varamaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 395. fundar
miðvikudaginn 15. maí 2024 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði. Fund­urinn er jafn­framt síðasti bæjar­stjórn­ar­fundur Vest­ur­byggðar í núverandi mynd. Þann 19. maí nk. tekur sameining Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar gildi.

Jón Árnason forseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Almenn erindi

1. Skýrsla bæjarstjóra

Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna.

Til máls tóku:Forseti, bæjarstjóri og ÁS

Málsnúmer16

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Ársreikningur 2023

Lagður fram til seinni umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnanna hans fyrir árið 2023.

Til máls tók: Forseti

Rekstrartekjur A og B hluta bæjarsjóðs voru 2.403 millj. kr., þar af voru 1.939 millj. kr. vegna A hluta og jukust tekjur A hluta um 17,8% á milli ára.

Veltufé frá rekstri í A hluta jókst um 55,5% á milli ára og var 141,8 milljónir á árinu 2023. Veltufé frá rekstri í samanteknum ársreikningi A og B hluta var 289,5 millj. kr. Nam handbært fé í árslok 84 millj. kr.

Fjárfest var á árinu fyrir 417 millj. kr. í fastafjármunum og hafa fjárfestingar hjá sveitarfélaginu aldrei verið hærri. Tekin voru ný lán á árinu 2023 uppá 259 millj. kr. Afborganir langtímalána námu 170,5 millj. kr.

Rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 88,5 millj. kr. en í fjárhagsáætlun hafði verið gert ráð fyrir neikvæðri afkomu upp á 19 millj. kr. Munar þar mest um lífeyrisskuldbindingu sem nam 71,5 millj. kr en gert hafði verið ráð fyrir 20 milljónum. Hluti þeirrar færslu er uppgjör vegna lífeyrisskuldbindingar Brúar, A deild en þar er um að ræða einskipts færslu. Fjármagnstekjur og gjöld námu 170 millj. kr. en gert hafi verið ráð fyrir 124 millj.kr.

Rekstrarniðurstaða A og B hluta var neikvæð um 11 millj. kr. en í fjárhagsáætlun hafði verið gert ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 83 millj. kr. Munar þar mest um lífeyrisskuldbindingu sem nam 71,5 millj. kr en gert hafði verið ráð fyrir 20 milljónum. Hluti þeirrar færslu er uppgjör vegna lífeyrisskuldbindingar Brúar, A deild en þar er um að ræða einskipts færslu. Fjármagnstekjur og gjöld námu 208 millj. kr. en gert hafi verið ráð fyrir 170 millj.kr. Varúðarniðurfærsla viðskiptakrafna í hafnarsjóði nam 55 milljónum.

Heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi A og B hluta námu 3.496 millj. kr. í árslok 2023. Skuldir A hluta námu í árslok 2023 2.560 millj. kr., heildarskuldbindingar (A og B hluta) námu um 2.856 millj. kr.

Skuldaviðmið var 87% í árslok 2023 og hafði hækkað um 5% frá árinu 2022.

Eigið fé sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi var 640 millj. kr. í árslok 2023 og var eiginfjárhlutfall 18,3%.

Ársreikningur Vesturbyggðar fyrir árið 2023 samþykktur samhljóða.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Tálknafjarðarhreppur - Viðaukar við fjárhagsáætlun

Erindi frá Tálknafjarðarhrepp dags. 3.5.2024 þar sem viðauki nr. 1 og 2 við fjárhagsáætlun Tálknfjarðarhrepps 2024 er sendur til bæjarstjórnar Vesturbyggðar til umsagnar.

Til máls tók:Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar gerir ekki athugasemdir við viðaukana og eru þeir samþykktir samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Deiliskipulag Skóla-, Íþrótta- og þjónustusvæðis á Bíldudal.

Tekið fyrir eftir auglýsingu deiliskipulag, skóla, íþrótta- og þjónustusvæðis á Bíldudal. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 6. maí 2024. Engar athugasemdir bárust frá almenningi á auglýsingatíma en umsagnir bárust frá Orkubúi Vestfjarða, Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða sem gerðu engar athugasemdir við tillöguna.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri og TBB.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða hana skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

5. Undirbúningsstjórn vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 7

Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, fundurinn var haldinn 23. apríl 2024. Fundargerð er í 3 liðum.

Til máls tók: Forseti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Undirbúningsstjórn vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 8

Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, fundurinn var haldinn 13. apríl 2024. Fundargerð er í 1 lið.

Til máls tók: Forseti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 70

Lögð fram til kynningar fundargerð 70. fundar samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, fundurinn var haldinn 22. apríl 2024. Fundargerð er í 2 liðum.

Til máls tók: Forseti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Skipulags og umhverfisráð - 118

Lögð fram til kynningar fundargerð 118. fundar skipulags og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 10. maí 2024. Fundargerðin er í 1 lið.

Til máls tók: Forseti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Menningar- og ferðamálaráð - 33

Lögð fram til kynningar fundargerð 33. fundar menningar- og ferðamálaráðs, fundurinn var haldinn 10. maí 2024. Fundargerðin er í 3 liðum.

til máls tók: Forseti og ÁS.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Fræðslu- og æskulýðsráð - 93

Lögð fram til kynningar fundargerð 93. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs, fundurinn var haldinn 22. apríl 2024. Fundargerð er í 4 liðum.

Til máls tók: Forseti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:41