Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #1

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi, 29. maí 2024 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
  • Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
  • Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) aðalmaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) aðalmaður
  • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Bæjarstjórn Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar kom saman til 1. fundar
miðvikudaginn 29. maí 2024 kl. 17:00 í Ráðhúsi, Aðalstræti 75, Patreksfirði.

Friðbjörg Matthíasdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Almenn erindi

1. Stjórnskipan - skipan í ráð og nefndir

Lögð fram tillaga um að Gunnþórunn Bender skipi stöðu forseta bæjarstjórnar Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.

Samþykkt samhljóða

Gunnþórunn tók við stjórn fundarins sem forseti bæjarstjórnar Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.
Forseti tilnefnir Pál Vilhjálmsson og Jenný Láru Magnadóttur sem fulltrúa Nýrrar Sýnar í bæjarráð, Gunnþórunni Bender og Tryggva Baldur Bjarnason sem varafulltrúa. Fulltrúi D-lista Í bæjarráði er tilnefndur Friðbjörg Matthíasdóttir og Maggý Hjördís Keransdóttir sem varafulltrúi.

Samþykkt samhljóða

Forseti leggur til að Páll Vilhjálmsson skipi stöðu formanns bæjarráðs og Jenný Lára Magnadóttir varaformanns.

Samþykkt samhljóða

Forseti tilnefnir Tryggva Baldur Bjarnason sem fyrsta varaforseta bæjarstjórnar og Friðbjörgu Matthíasdóttur sem annan varaforseta.

Samþykkt samhljóða

Kosið í ráð og nefndir skv. Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar

Skipulags- og framkvæmdaráð

Aðalmenn:
Tryggvi Baldur Bjarnason (N) - formaður
Jóhann Pétur Ágústsson (N)
Steinunn Sigmundsdóttir (N)
Ólafur Byron Kristjánsson (D)
Jóhann Örn Hreiðarsson (D)

Til vara:
Páll Vilhjálmsson (N)
Aðalsteinn Magnússon (N)
Jenný Lára Magnadóttir (N)
Freyja Ragnarsdóttir Pedersen (D)
Maggý Hjördís Keransdóttir (D)

Umhverfis- og loftlagsráð

Aðalmenn
Freyja Ragnarsdóttir Pedersen (D) - formaður
Guðmundur Björn Þórsson (D)
Jón Árnason (N)
Jónas Snæbjörnsson (N)
Guðrún Anna Finnbogadóttir (N)

Til vara:
Nanna Áslaug Jónsdóttir (D)
Matthías Ágústsson (D)
Jenný Lára Magnadóttir (N)
Kristinn Marinósson (N)
Sandra Líf Pálsdóttir (N)

Fjölskylduráð

Aðalmenn:
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (N) - formaður
Sandra Líf Pálsdóttir (N)
Páll Vilhjálmsson (N)
Petrína Sigrún Helgasdóttir (D)
Jóhann Örn Hreiðarsson (D)

Varamenn:
Gunnþórunn Bender (N)
Jónas Snæbjörnsson (N)
Klara Berglind Hjálmarsdóttir (N)
Freyja Ragnarsdóttir Pedersen (D)
Joanna Kozuch (D)

Samþykkt samhljóða

Tryggvi Baldur Bjarnason (N) er tilnefndur sem fulltrúi bæjarstjórnar í heimastjórn Patreksfjarðar og Jenný Lára Magnadóttir (N) til vara.

Gunnþórunn Bender (N) er tilnefnd sem fulltrúi bæjarstjórnar í heimastjórn Tálknafjarðar og Tryggvi Baldur Bjarnason (N) til vara.

Jenný Lára Magnadóttir (N) er tilnefnd sem fulltrúi bæjarstjórnar í heimastjórn Arnarfjarðar og Gunnþórunn Bender (N) til vara.

Maggý Hjördís Keransdóttir (D) er tilnefnd sem fulltrúi bæjarstjórnar í heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps og Jóhann Örn Hreiðarsson (D) til vara.

Samþykkt samhljóða

Samkvæmt 36. gr. Samþykktar um stjórn sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar kýs bæjarstjórn formann úr hópi kosinna aðalmanna í heimastjórnir.

Lögð er fram tillaga um að:

Rebekka Hilmarsdóttir skipi formann heimastjórnar Patreksfjarðar.
Þór Magnússon skipi formann heimastjórnar Tálknafjarðar.
Rúnar Örn Gíslason skipi formann heimastjórnar Arnarfjarðar.
Elín Eyjólfsdóttir skipi formann heimastjórnar Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps.

Til máls tók: FM og Forseti

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Nafn á sameinað sveitarfélag

Lögð fram umsögn örnefnanefndar um þær tillögur sem bárust um nafn á sameinað sveitarfélag Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.

Lagt er til að unnin verði skoðanankönnun meðal íbúa um nafn á nýtt sveitarfélag þar sem kosið verði á milli nafnanna

Barðsbyggð
Kópsbyggð
Látrabyggð
Suðurfjarðabyggð
Tálknabyggð
Vesturbyggð

En það eru sex af þeim sjö nöfnum sem örnefnanefnd mælti með.

Ákveðið var að undanskilja nafnið Látrabjargsbyggð.

Könnunin mun fara fram í gegnum vefinn betraisland.is, niðurstöðurnar verða notaðar til hliðsjónar við ákvörðun bæjarstjórnar um nafn á Sameinað sveitarfélag Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.

Til máls tók: Forseti

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Fastur fundartími bæjarstjórnar

Lagt er til að fastur fundartími bæjarstjórnar Sameinað sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar verði þriðja miðvikudag hvers mánaðar klukkan 17:00. Fundarstaður er ráðhús sveitarfélagsins, Aðalstræti 75, Patreksfirði nema annað verði auglýst.

Til máls tók: Forseti, JÖH og FM

JÖH og FM leggja til breytingatillögu um að fundartími verðir færður til klukkan 16:15

Samþykkt samhljóða með breytingatillögu um að fundartími verði klukkan 16:15

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Umboð staðgengils bæjarstjóra í sameinuðu sveitarfélagi

Bæjarstjórn staðfestir umboð sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Sameinað sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar, Gerðar Bjarkar Sveinsdóttur sem staðgengill bæjarstjóra í hinu sameinaða sveitarfélagi.

Til máls tók: Forseti

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum

Lagðar fram til samþykktar reglur um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Sameinuðu sveitarfélagi Táknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. Reglurnar eru unnar á grundvelli tillagana sem undirbúningsstjórn um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar unnu og lagðar voru fram á 7. fundi undirbúningsstjórnar sem haldinn var 23. apríl sl.

Til máls tóku: Forseti og starfandi bæjarstjóri.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

6. Fjórðungsþing að sumri 19. júní 2024

Lagt fram til kynningar fundarboð Fjórðungssambands Vestfirðinga um Fjórðungsþing að sumri, sem haldið verður 19. júní nk.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15