Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 21. ágúst 2024 og hófst hann kl. 16:15
Nefndarmenn
- Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
- Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) aðalmaður
- Matthías Ágústsson (MÁ) varamaður
- Páll Vilhjálmsson (PV) aðalmaður
- Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) varamaður
- Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) aðalmaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Hljóðupptaka
Almenn erindi
1. Skýrsla bæjarstjóra
Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna.
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri
2. Samþykkt um stjórn Vesturbyggðar
Tekið fyrir í fyrri umræðu, breytingar á samþykktum um stjórn Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar þar sem Sameinað sveitarfélag Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar verður skipt út fyrir Vesturbyggð.
Jafnframt verður orðið öldungaráð sett inn í stað orðsins öldrunarráð þar sem það kemur fyrir í samþykktunum.
Til máls tóku: Forseti
Vísað áfram til seinni umræðu.
3. Dalbraut 39. Breyting á aðalskipulagi.
Fyrir liggur erindi frá Emil M. Magnússyni dagsett 27. júní 2024 þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar. Breytingin sem óskað er eftir felur í sér breyttri landnotkun á lóðinni að Dalbraut 39 á Bíldudal. Í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 er húsið á skipulögðu íbúðarsvæði og er óskað eftir að lóðin verði skilgreind sem verslunar- og þjónustusvæði. Ósk um breytingu er í tengslum við áform umsækjenda um umsókn um rekstrarleyfi fyrir gistiheimili.
Skipulags- og framkvæmdaráð tók málið fyrir á 2. fundi sínum þar sem það leggur til við bæjarstjórn að farið verði í breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar þar sem gerð verði breyting á aðalskipulaginu þar sem skilgreiningu verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði fyrir lóðina að Dalbraut 39. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að breytingin sé þess eðlis að hún geti talist óveruleg og málsmeðferð verði því skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og framkvæmdaráð hefur áhyggjur af fjölda bílastæða við húsið, Skipulags- og framkvæmdaráð fól skipulagsfulltrúa að kalla eftir umsögnum frá lóðarhöfum Dalbrautar 34, 35, 42 og Sælundi 1.
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn samþykkir að farið verði í breytingu á aðalskipulag i Vesturbyggðar í samræmi við bókun skipulags- og framkvæmdaráðs þar sem gerð verði breyting á aðalskipulaginu þar sem skilgreiningu verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði fyrir lóðina að Dalbraut 39.
Fundargerð
Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 25. júní 2024. Fundargerðin er í 20 liðum.
Til máls tók: Forseti
Lögð fram til kynningar fundargerð 3. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 9. júlí 2024. Fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tók: Forseti
Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 23. júlí 2024. Fundargerðin er í 17 liðum.
Til máls tók: Forseti
Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 13. ágúst 2024. Fundargerðin er í 9 liðum.
Til máls tók: Forseti
Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 19. ágúst 2024. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Forseti
Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs, fundurinn var haldinn 26. júlí 2024. Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Forseti
Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar heimastjórnar fyrrum Barðastrandahrepps og Rauðasandshrepps, fundurinn var haldinn 15. ágúst 2024. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Forseti
Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar heimastjórnar Arnarfjarðar, fundurinn var haldinn 14. ágúst 2024. Fundargerðin er í 2 liðum.
Til máls tók: Forseti
Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar heimastjórnar Tálknafjarðar, fundurinn var haldinn 8. ágúst 2024. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Forseti
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:38
Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 3. fundar
miðvikudaginn 21. ágúst 2024 kl. 16:15 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Gunnþórunn Bender forseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.