Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 16. október 2024 og hófst hann kl. 16:15
Nefndarmenn
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
- Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
- Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) aðalmaður
- Páll Vilhjálmsson (PV) aðalmaður
- Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) aðalmaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Hljóðupptaka
Almenn erindi
1. Skýrsla bæjarstjóra
Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna.
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri
2. Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar
Lagður fyrir viðauki 4 við sameinaða fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps þar sem gert er ráð fyrir að setja tvær íbúðir sveitarfélagsins á sölu. Annarsvegar Urðargötu 23 nh. á Patreksfirði og hins vegar Móatún 18 á Tálknafirði.
Viðaukinn hefur þau áhrif að rekstrarniðurstað í A hluta hækkar um 29,1 milljón kr. og verður neikvæð um 9,5 milljónir. Rekstrarniðurstaða í A og B hluta hækkar um 29,1 milljón og verður 75 milljónir. Handbært fé í A hluta hækkar um 30,5 milljónir og verður 109,3 milljónir og í A og B hluta hækkar handbært fé um 35,5 milljónir og verður 173,8 milljónir.
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir viðaukann samhljóða
3. Bíldudalsskóli - húsnæði
Tekin fyrir tilboð í byggingu skólahúsnæðis á Bíldudal.
Tilboðin sem bárust voru eftirfarandi:
Land og verk. 494.219.637.-
Hrífunesskógar. 479.287.089.-
Arctic north. 466.500.420.-
Kostnaðaráætlun 375.897.217
Bæjarráð tók tilboðið fyrir á 11. fundi sínum og lagði til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að gengið verði við til samninga við lægstbjóðanda.
4. Patreksfjörður - landfylling innan eyrarinnar.
Lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Aðalskipulagsbreyting þessi felst í skipulagningu landfyllingar meðfram Strandgötu á Patreksfirði fyrir nýtt íbúðarsvæði og stækkun á miðsvæði og svæði fyrir samfélagsþjónustu.
Skipulag- og framkvæmdaráð tók málið fyrir á 3. fundi sínum og leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði samþykkt og að hún verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga í kjölfarið.
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að farið verði í breytingu á lýsingu aðalskipulags og að hún verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
5. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Lagt fyrir minnisblað bæjarstjóra Vesturbyggðar þar sem lagt er til við bæjarstjórn að Magnús Arnar Sveinbjörnsson verði ráðin í stöðu sviðsstjóra fjölskyldusviðs Vesturbyggðar.
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að ráða Magnús Arnar Sveinbjörnsson í starf sviðstjóra fjölskyldusviðs Vesturbyggðar.
Til kynningar
6. Bæjarráð - 9
Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 24. september 2024. Fundargerðin er í 10 liðum.
Til máls tók: Forseti
7. Bæjarráð - 10
Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 7. október 2024. Fundargerðin er í 17 liðum.
Til máls tók: Forseti
8. Bæjarráð - 11
Lögð fram til kynningar fundargerð 11. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 10. október 2024. Fundargerðin er í 2 liðum.
Til máls tóku: Forseti og PV
9. Skipulags- og framkvæmdaráð - 4
Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs, fundurinn var haldinn 25. september 2024. Fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tóku: Forseti, FM, TBB, JÖH og bæjarstjóri
10. Heimastjórn Patreksfjarðar - 4
Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar heimastjórnar Patreksfjarðar, fundurinn var haldinn 2. október 2024. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til mál tók: Forseti
11. Heimastjórn Tálknafjarðar - 4
Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar heimastjórnar Tálknafjarðar, fundurinn var haldinn 3. október 2024. Fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók: Forseti
12. Heimastjórn Arnarfjarðar - 4
Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar heimastjórnar Arnarfjarðar, fundurinn var haldinn 9. október 2024. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Forseti
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:38
Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 5. fundar miðvikudaginn 16. október 2024 kl. 16:15 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Gunnþórunn Bender forseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Forseti bar undir fundinn að tekin verði inn afbrigði á dagskrá, liður 5 málsnr. 2408094 Sviðsstjóri fjölskyldusviðs. Dagskrárliðir 5- 12 færast niður um einn lið og verða númer 6 - 13.
Samþykkt samhljóða.