Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #5

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 16. október 2024 og hófst hann kl. 16:15

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
  • Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
  • Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) aðalmaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) aðalmaður
  • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 5. fundar miðvikudaginn 16. október 2024 kl. 16:15 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.

Gunnþórunn Bender forseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Forseti bar undir fundinn að tekin verði inn afbrigði á dagskrá, liður 5 málsnr. 2408094 Sviðsstjóri fjölskyldusviðs. Dagskrárliðir 5- 12 færast niður um einn lið og verða númer 6 - 13.

Samþykkt samhljóða.

Almenn erindi

1. Skýrsla bæjarstjóra

Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna.

Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar

Lagður fyrir viðauki 4 við sameinaða fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps þar sem gert er ráð fyrir að setja tvær íbúðir sveitarfélagsins á sölu. Annarsvegar Urðargötu 23 nh. á Patreksfirði og hins vegar Móatún 18 á Tálknafirði.

Viðaukinn hefur þau áhrif að rekstrarniðurstað í A hluta hækkar um 29,1 milljón kr. og verður neikvæð um 9,5 milljónir. Rekstrarniðurstaða í A og B hluta hækkar um 29,1 milljón og verður 75 milljónir. Handbært fé í A hluta hækkar um 30,5 milljónir og verður 109,3 milljónir og í A og B hluta hækkar handbært fé um 35,5 milljónir og verður 173,8 milljónir.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir viðaukann samhljóða

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Bíldudalsskóli - húsnæði

Tekin fyrir tilboð í byggingu skólahúsnæðis á Bíldudal.

Tilboðin sem bárust voru eftirfarandi:

Land og verk. 494.219.637.-
Hrífunesskógar. 479.287.089.-
Arctic north. 466.500.420.-

Kostnaðaráætlun 375.897.217

Bæjarráð tók tilboðið fyrir á 11. fundi sínum og lagði til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að gengið verði við til samninga við lægstbjóðanda.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Patreksfjörður - landfylling innan eyrarinnar.

Lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Aðalskipulagsbreyting þessi felst í skipulagningu landfyllingar meðfram Strandgötu á Patreksfirði fyrir nýtt íbúðarsvæði og stækkun á miðsvæði og svæði fyrir samfélagsþjónustu.

Skipulag- og framkvæmdaráð tók málið fyrir á 3. fundi sínum og leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði samþykkt og að hún verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga í kjölfarið.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að farið verði í breytingu á lýsingu aðalskipulags og að hún verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Lagt fyrir minnisblað bæjarstjóra Vesturbyggðar þar sem lagt er til við bæjarstjórn að Magnús Arnar Sveinbjörnsson verði ráðin í stöðu sviðsstjóra fjölskyldusviðs Vesturbyggðar.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að ráða Magnús Arnar Sveinbjörnsson í starf sviðstjóra fjölskyldusviðs Vesturbyggðar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

6. Bæjarráð - 9

Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 24. september 2024. Fundargerðin er í 10 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Bæjarráð - 10

Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 7. október 2024. Fundargerðin er í 17 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Bæjarráð - 11

Lögð fram til kynningar fundargerð 11. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 10. október 2024. Fundargerðin er í 2 liðum.

Til máls tóku: Forseti og PV

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Skipulags- og framkvæmdaráð - 4

Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs, fundurinn var haldinn 25. september 2024. Fundargerðin er í 8 liðum.

Til máls tóku: Forseti, FM, TBB, JÖH og bæjarstjóri

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Heimastjórn Patreksfjarðar - 4

Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar heimastjórnar Patreksfjarðar, fundurinn var haldinn 2. október 2024. Fundargerðin er í 4 liðum.

Til mál tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Heimastjórn Tálknafjarðar - 4

Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar heimastjórnar Tálknafjarðar, fundurinn var haldinn 3. október 2024. Fundargerðin er í 7 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Heimastjórn Arnarfjarðar - 4

Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar heimastjórnar Arnarfjarðar, fundurinn var haldinn 9. október 2024. Fundargerðin er í 5 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps - 4

Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps, fundurinn var haldinn 10. október 2024. Fundargerðin er í 3 liðum.

Til máls tóku: Forseti og TBB

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:38