Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 11. desember 2024 og hófst hann kl. 16:15
Nefndarmenn
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
- Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
- Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) aðalmaður
- Páll Vilhjálmsson (PV) aðalmaður
- Jónas Snæbjörnsson (JS) varamaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Hljóðupptaka
Almenn erindi
1. Skýrsla bæjarstjóra
Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna.
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.
2. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028
Lögð fram til seinni umræðu frumvarp að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og stofnana fyrir árið 2025 ásamt 3ja ára áætlun 2026-2028.
Rekstur A - hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæður um 287,3 millj.kr., fjármagnsliðir eru rúmlega 162 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan jákvæð um rúmar 124,8 millj. kr. Veltufé frá rekstri er um 318,6 millj. kr. Fjárfestingar eru 542,4 millj.kr. og afborganir langtímalána 214 millj.kr.
Rekstur A - og B - hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæður um rúmar 439 millj.kr., fjármagnsliðir eru um 209 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan jákvæð um 230 millj.kr. Veltufé frá rekstri er 506 millj.kr. Fjárfestingar eru 676 millj.kr., afborganir langtímalána 263 millj.kr. og lántökur 435 millj.kr.
Til mál tóku: Forseti og bæjarstjóri.
Fjárhagsáætlun Vesturbyggar er samþykkt samhljóða.
3. Fjárhagsáætlun 2025 - gjaldskrár
Lagðar fyrir gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2025.
Til máls tók: Forseti
Forseti bar staðfestingu gjaldskránna upp til atkvæðagreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2025
4. Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar
Lagðir fram viðaukar 5 og 6 við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar fyrir árið 2024.
Viðauki 5 er lagður fyrir vegna leiðréttingar á sölu eigna, en í fjárhagsáætlun 2024 var gert ráð fyrir sölu á Tjarnarbraut 8 á Bíldudal þar sem ekki stendur til að selja eignina.
Viðauki 6 er lagður fram vegna samstarfsverkefna. Með breytingu sem gerð var á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga, þurfa sveitarfélög nú að færa í samantekin reikningsskil sín, sem og fjárhagsáætlanir, hlutdeild sína í byggðasamlögum, sameignarfélögum, sameignarfyrirtækjum og öðrum félögum með ótakmarkaðri ábyrgð. Samstarfsverkefnin sem um ræðir eru Náttúrustofa Vestfjarða og Fjórðungssamband Vesfirðinga.
Viðaukarnir hafa þau áhrif að rekstrarniðurstaða í A hluta lækkar um 28 miljónir kr. og verður neikvæð um 37,5 miljónir og í A og B hluta lækkar rekstrarniðurstaða um 26,9 miljónir kr. og verður jákvæð um 48,1 miljón. Lækkun verður á handbæru fé í A hluta um 28 miljónir kr og verður 80,8 miljónir og í A og B hluta lækkar handbært fé um 28,9 og verður jákvætt um 145,2 miljónir.
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir viðaukana samhljóða
5. Skipulagsbreytingar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Forseti leggur til eftirfarandi bókun vegna skipulagsbreytinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna nýlegra skipulagsbreytinga hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði og þeirri staðreynd að svæðið hefur ekki málsvara í framkvæmdastjórn stofnunarinnar. Um er að ræða stóran hluta af starfssvæði stofnunarinnar sem á sér nú ekki rödd í framkvæmdastjórn.
Nú er það svo að engin stjórnandi starfar lengur á stofnunni á Patreksfirði og er henni að öllu leyti stjórnað frá Ísafirði. Telur bæjarstjórn það vera verulegt áhyggjuefni og telur að það muni koma niður á því góða starfi sem unnið er á stofnuninni.
Bæjarstjórnin kallar eftir því að unnið verði markvisst að því að tryggja aðkomu fulltrúa frá svæðinu að stefnumótun og ákvarðanatöku innan Heilbrigðisstofnunarinnar og bæta úr þeirri stöðu sem upp er komin, með það að markmiði að jafna aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu.
Til máls tók: Forseti
Samþykkt samhljóða.
6. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs - 2024
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Vesturbyggð lögð fram til seinni umræðu. Samþykktin er í samræmi við ákvæði laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003, lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og reglugerð um meðhöndlun úrgangs nr. 737/2003. Samþykktin hefur ekki tekið breytingum á milli umræðna og heilbrigðisnefnd Vestfjarða hefur verið tilkynnt um samþykktina í samræmi við 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Vesturbyggð samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003 og 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 sbr. 1. tl. 1. mgr. 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Bæjarstjóra falið að undirrita samþykktina og ganga frá birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Fundargerðir til kynningar
7. Bæjarráð - 14
Lögð fram til kynningar fundargerð 14. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 26. nóvember 2024. Fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tók: Forseti
8. Bæjarráð - 15
Lögð fram til kynningar fundargerð 15. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 9. desember 2024. Fundargerðin er í 12 liðum.
Til máls tók: Forseti
9. Umhverfis- og loftslagsráð - 5
Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar umhverfis- og loftlagsráðs, fundurinn var haldinn 18. nóvember 2024. Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Forseti
10. Skipulags- og framkvæmdaráð - 5
Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs, fundurinn var haldinn 27. nóvember 2024. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Forseti
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:43
Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 7. fundar miðvikudaginn 11. desember 2024 kl. 16:15 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði. Gunnþórunn Bender forseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Forseti bar undir fundinn að tekin verði inn afbrigði á dagskrá, liður 6 málsnr. 2412041 Skipulagsbreytingar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarðar og liður 7 málsnr.2408102 Samþykkt um meðhöndlun úrgangs 2024 verði bætt inná fundinn. Dagskrárliðir 6 - 10 færast niður um tvo liði og verða númer 8 - 12.
Samþykkt samhljóða.