Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #8

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 22. janúar 2025 og hófst hann kl. 16:15

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
  • Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
  • Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) varamaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 8. fundar miðvikudaginn 22. janúar 2025 kl. 16:15 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði. Gunnþórunn Bender forseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Forseti bar undir fundinn að tekin verði inn afbrigði á dagskrá, liður 6 málsnr. 2501092 Yfirlýsing frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi verði bætt inná fundinn, jafnframt að auglýstur liður 6 málsnr. 2411103 Endurskoðun á húsnæðisáætlun Vesturbyggðar ( og Tálknafjarðarhrepps) verði tekinn af dagskrá.
Samþykkt samhljóða.

Almenn erindi

1. Skýrsla bæjarstjóra

Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna.

Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Bíldudalsvegur framkvæmdir

Lögð fram bókun heimastjórnar Arnarfjarðar sem tekin var fyrir á 6. fundi heimstjórnar 15. janúar sl.

Bókunin var eftirfarandi:

Staða framkvæmda við Bíldudalsveg

"Heimastjórn Arnarfjarðar skorar á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Eyjólf Ármannsson, að tryggja áframhaldandi vinnu við Bíldudalsveg 63 frá Bíldudalsflugvelli og upp á Dynjandisheiði. Nauðsynlegt er að staðið verði við upphaflegar áætlanir um endurbyggingu vegarins þar sem framkvæmdum á að vera lokið 2029. Brýnt er að verkhönnun verði lokið sem allra fyrst svo unnt sé að hefja framkvæmdir við verkið sem allra fyrst og að tryggt sé að fjármagn verði til staðar fyrir verkefnið.

Bíldudalsvegur styttir leiðina um 44 km sé ekið suður á bóginn en einnig skiptir leiðin miklu máli fyrir umferð til og frá svæðinu. Einnig er hringurinn um sunnanverða Vestfirði mjög mikilvægur fyrir ferðaþjónustu á sunnanverðum Vestfjörðum. Vegurinn er gamall malarvegur sem annar engan veginn þeim umferðarþunga sem um hann fer og hindrar að þungaflutningar frá Bíldudal geti farið fram með sem hagkvæmustum hætti. Mikill flutningur er frá Bíldudal á laxaafurðum og þarf að fara um þrjá fjallvegi, Hálfdán, Mikladal og Kleifaheiði í stað þess að hægt yrði að fara um hluta Dynjandisheiðar eftir að Bíldudalsvegur verður endurbyggður. Slíkt sparar mikinn akstur og útblástur sem skiptir miklu máli í loftslagsaðgerðum auk annars kostnaðar sem fylgir akstri þungra flutningabíla yfir fjallvegi."

Til máls tóku: Forseti og Jenný Lára Magnadóttir

Bæjarstjórn tekur heilshugar undir bókun heimastjórnar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Fjárhagsáætlun 2025 - viðaukar

Lagðir fyrir viðaukar 1 og 2 við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar.

Viðauki 1 er lagður fyrir vegna mistaka við vinnu við gerð fjárhagsáætlunar hafnarsjóðs, þannig að formerki snérust við yfirfærslu milli kerfa.

Viðauki 2 er lagður fyrir vegna jarðvegsskipta við grunn að Bíldudalsskóla. Eftir tilraunaboranir kom í ljós að jarðvegur reyndist ekki eins góður og áætlað var og fara þarf í jarðvegsskipti.

Viðauka 1 er mætt með lækkun lækkun á handbæru fé og viðauka 2 er mætt með lántöku.

Viðaukarnir hafa ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu í A hluta. Í A og B hluta lækkar rekstrarniðurstaðan um 28 milljónir og verður 202 milljónir.

Til mál tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir viðaukana.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Lántökur ársins 2025

Lögð fram drög að umsókn Vesturbyggðar um lántökur á árinu 2025 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 465 millj.kr. Lántaka er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2025 og er tekið til að endurfjármagna hluta afborgana lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2025 og til að fjármagna framkvæmdir og fjárfestingar á árinu 2025 sbr. lög um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr., 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lántökuna á árinu 2025 og samþykkir að veita Lánasjóði sveitarfélaga ohf. kt. 580406-1100, veð í tekjum sínum til tryggingar lánum á árinu 2025, sbr. 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sveitarfélagsins og framlögum sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Jafnframt er Gerði Björk Sveinsdóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar, kt. 210177-4699 og Nönnu Lilju Sveinbjörnsdóttur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, kt. 110280-3789 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Reglur um afslátt af fasteignaskatti og styrkir til greiðslu fasteignaskatts 2025

Lagðar fram reglur um afslátt af fasteignaskatti og styrki til greiðslu fasteignaskatts 2025 ásamt menningarstyrkjum Vesturbyggðar til greiðslu á álögðum fasteignagjöldum.

Efnislega eru ekki gerðar breytingar frá árinu áður, en uppfærð í samræmi við fjárhagsáætlun 2025 og afsláttur hækkaður í samræmi við aðrar breytingar á gjaldskrám.

Til mál tók: Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða þær reglur sem lagðar eru fram hér um afslátt af fasteignaskatti og styrki til greiðslu fasteignaskatts 2025.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Yfirlýsing frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi

Lagður fram tölvupóstur frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi dags. 21. janúar sl. með yfirlýsingu þar sem lýst er þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra lokanna á tveimur flugbrautum á Reykjarvíkurflugvelli.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur heilshugar undir áhyggjur Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi og skorar á þá aðila sem hlut eiga að máli og leita allra leiðra til að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

7. Bæjarráð - 16

Lögð fram til kynningar fundargerð 16. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 19. janúar 2025. Fundargerðin er í 19 liðum.

Til mál tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Heimastjórn Tálknafjarðar - 6

Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar heimastjórnar Tálknafjarðar, fundurinn var haldinn 9. janúar 2025. Fundargerðin er í 3 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Heimastjórn Arnarfjarðar - 6

Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar heimastjórnar Arnarfjarðar, fundurinn var haldinn 15. janúar 2025. Fundargerðin er í 7 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Heimastjórn Patreksfjarðar - 6

Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar heimastjórnar Patreksfjarðar, fundurinn var haldinn 8. janúar 2025. Fundargerðin er í 4 liðum.

Til máls: tók forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps - 6

Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps, fundurinn var haldinn 16. janúar 2025. Fundargerðin er í 5 liðum.

Til máls tóku: Forseti og Þórkatla Soffía Ólafsdóttir

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:38