Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #9

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal ráðhúsi Vesturbyggðar, 19. febrúar 2025 og hófst hann kl. 16:15

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
  • Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
  • Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) aðalmaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 9. fundar miðvikudaginn 19. febrúar 2025 kl. 16:15 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði. Gunnþórunn Bender forseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Almenn erindi

1. Skýrsla bæjarstjóra

Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna.

Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Byggðamerki sameinaðs sveitarfélags

Lagt fyrir bæjarstjórn minnisblað og kostnaðaráætlun fyrir nýtt byggðamerki sameinaðs sveitarfélags. Tekið fyrir á fundi bæjrráðs 11. febrúar síðastliðinn þar sem því var vísað áfram til bæjarstjórnar.

Forseti leggur fram tillögu um að farið verði í hönnunarsamkeppni.

Samþykkt samhljóða.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Ályktun um ástand vega

Bæjarstjórn Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum af ástandi og viðhaldsleysi vega á Vestfjörðum og Vesturlandi. Nú er svo komið að þungatakmarkanir eru í gildi á vegum og hefur bæjarstjórn verulegar áhyggjur af því að þetta ástand verði viðvarandi. Það hefur alvarleg neikvæð áhrif á atvinnulíf og daglegt líf íbúa á svæðinu. Þessar takmarkanir hamla flutningi á vörum og þjónustu, sem leiðir til aukins kostnaðar fyrir fyrirtæki og skerðir samkeppnishæfni þeirra.

Samgöngur hafa löngum verið erfiðar á Vestfjörðum og sú staða sem nú er komin upp er með öllu óásættanleg. Slæmar samgöngur draga úr aðdráttarafli Vestfjarða fyrir ný fyrirtæki og fjárfestingu, en góðar samgöngur eru lykilatriði fyrir efnahagslega uppbyggingu og þróun atvinnulífs.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar skorar á ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála og fjármálaráðherra að forgangsraða endurbótum á vegakerfi Vestfjarða og Vesturlands. Nauðsynlegt er að tryggja viðeigandi fjármagn til reglubundins viðhalds og uppbyggingar samgöngumannvirkja.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld til tafarlausra úrbóta.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Öryggi vegfarenda á Raknadalshlíð og Kleifarheiði

Lögð fram bókun heimastjórnar Patreksfjarðar sem tekin var fyrir á 7. fundi heimstjórnar 5. febrúar sl.

Bókunin var eftirfarandi:

Öryggismál á Raknadalshlíð, snjóflóðavöktun, ofanflóðaspár og öryggi vegfarenda um hlíðina.

"Rætt um áhyggjur af öryggi vegfarenda sem fara um Raknadalshlíð og Kleifaheiði vegna ofanflóðahættu, en fjölmörg snjóflóð hafa fallið á vegina síðustu vikur.

Heimastjórn Patreksfjarðar fagnar því að Veðurstofan hafi loksins hafið vöktun með snjóflóðahættu á Raknadalshlíð og að nú séu send út sms til vegfarendur ef óvissuástand er á hlíðinni vegna ofanflóðahættu. Slíkri vöktun er þó ekki til að dreifa á Kleifaheiði og þar hafa komið upp erfiðar aðstæður vegna ofanflóða m.a. á síðustu vikum.

Þrátt fyrir að vöktun hafi verið aukin og upplýsingum sé komið á framfæri við íbúa og vegfarendur, þá hefur heimastjórn miklar áhyggjur af því að enn hefur ekki verið bætt fjarskiptasamband á Raknadalshlíð og á Kleifaheiði. Um mikilvægt öryggisatriði er að ræða, sérstaklega á þessum árstíma og nauðsynlegt að bætt verði úr því sem allra fyrst til að tryggja öryggi vegfarenda.

Mikil umferð er á þessum vegköflum, en daglega fara leik- og grunnskólabörn frá Barðaströnd um veginn yfir vetrartímann. Það ætti því að vera algjört forgangsmál Vegagerðar, Almannavarna og Fjarskiptastofu að tryggja öryggi vegfarenda með því að fjarskiptasamband á þessari leið sé fullnægjandi. Veðmál um öryggi vegfarenda með þessum hætti, er með öllu óásættanlegt.

Að mati Heimastjórnar er fullnægjandi fjarskiptasamband ekki eitthvað sem þyrfti að benda sérstaklega á að þyrfti að tryggja og að berjast þurfi fyrir á árinu 2025. Hér er ekki um að ræða munað eða lúxus, heldur lágmarks grundvallarþjónustu hins opinbera til að tryggja öryggi vegfarenda.

Sveitarfélagið Vesturbyggð hefur áður skorað á Vegagerðina að fundin verði framtíðarlausn til að verja vegfarendur sem aka um Raknadalshlíð.
Heimastjórn Patreksfjarðar skorar á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að nú þegar verði hafin vinna við að tryggja öryggi vegfarenda um Raknadalshlíð til framtíðar, hvort sem er með nýju vegstæði eða öðrum lausnum sem eru til þess fallnar að tryggja í eitt skipti fyrir öll, öryggi vegfarenda sem fara um Raknadalshlíð. Fram að þeim tíma verði tryggð fullnægjandi ofanflóðavöktun á Raknadalshlíð og á Kleifaheiði. Þá verði ofanflóðaspár fyrir Raknadalshlíð og á Kleifaheiði unnar og útgefnar með reglulegum hætti eins og gert er á öðrum svæðum um landið þar sem mikil hætta er á ofanflóðum."

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn tekur heilshugar undir bókun heimastjórnar og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Endurskoðun á húsnæðisáætlun Vesturbyggðar (og Tálknafjarðarhrepps)

Lögð fram endurskoðuð Húsnæðisáætlun Vesturbyggðar (og Tálknafjarðarhrepps) 2025. Húsnæðisáætlunin er hér lögð fram með sama sniði og gert var árið 2024. Áætluninni er skilað rafrænt og á stöðluðu formi til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Markmið með þessu formi húsnæðisáætlana er að auðvelda sveitarfélögum gerð þeirra ásamt því að auðvelda samanburð á milli sveitarfélaga og þannig bæta yfirsýn um stöðu og horfur á húsnæðismarkaði.

Húsnæðisáætlun Vesturbyggðar 2025 var unnin með hliðsjón af stefnuskjölum bæjarstjórnar Vesturbyggðar s.s. áætlun um mannfjöldaþróun skv. fjárhagsáætlun 2025-2028. Bæjarstjóri ásamt sviðsstjórum Vesturbyggðar héldu utan um öflun upplýsinga í áætlunina í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða endurskoðaða húsnæðisáætlun Vesturbyggðar fyrir árið 2025. Samkvæmt húsnæðisáætluninni er gert ráð fyrir að íbúar sveitarfélagsins verði 23,4% fleiri að 10 árum liðnum samkvæmt miðspá, þ.e. fjölgun um 290 íbúa og er áætluð íbúðaþörf í samræmi við það 189 íbúðir. Vesturbyggð leggur því áherslu á að fjölga lóðum samkvæmt skipulagi í öllum byggðakjörnum og í dreifbýli.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Landsþing 2025

Lagður fram tölvupóstur dags. 12. febrúar 2025 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna landsþings sambandsins sem haldið verður í Reykjavík 20. mars nk.

Til máls tók: Forseti

Lögð fram tillaga um að fulltrúar á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga verði:

Páll Vilhjálmsson
Friðbjörg Matthíasdóttir

og til vara

Gunnþórunn Bender
Maggý Hjördís Keransdóttir

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Dunhagi, Tálknafirði. Ósk um endurnýjan lóðarleigusamning

Erindi frá Guðmundi Þ. Ástþórssyni dags. 8.september 2024. Í erindinu er óskað eftir nýjum lóðarleigusamningi fyrir Dunhaga í Tálknafirði í samræmi við deiliskipulag svæðisins.

Fyrir stækkun er lóðin 300 m2 en eftir stækkun verður lóðin 2901 m2. Lóðin er skipulögð verslunar- og þjónustulóð.

Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við bæjarstjórn á 5. fundi sínum þann 27. nóvember að stækkun lóðarinnar verði samþykkt. Ráðið vekur athygli á að innan lóðarstækkunar stendur spennistöð frá OV sem og fráveitulagnir frá íþróttamannvirkjum og skóla.

Á fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2025 er áætlað fjármagn í hönnun og kostnaðarmat á færslu á fráveitulögn sem liggur um svæði sem ætlað er til stækkunar lóðar Dunhaga samkvæmt skipulagi. Vinnu við þetta er ekki lokið.

Til máls tóku: Forseti og FM

Bæjarstjórn samþykkir stækkun lóðarinnar en vekur athygli á að innan stækkunarinnar stendur spennistöð frá Orkubúi Vestfjarða. Lóðarhafi og Orkubúið komi sér saman um tilfærslu á spennistöðunni. Jafnframt eru á lóðinni fráveitulagnir frá íþróttamannvirkjum og skóla. Vinnu við tilfærslu á lögnunum er ekki lokið.
Bæjarstjórn felur byggingarfulltrúa að ganga frá stækkun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Krossholt, iðnaðarhúsnæði - Beiðni um forkaupsrétt í lóðarleigusamningi

Lögð fyrir beiðni um endurskoðun Vesturbyggðar á nýtingu forkaupsréttar Vesturbyggðar á hlut í Iðnaðarhúsi, Krossholti, nr. F2123118.

Málið var tekið fyrir á 18. fundi bæjarráðs sam haldinn var þann 11. febrúar sl.

Beiðni um nýtingu forkaupsréttar hafði áður verið tekið fyrir og afgreidd á 977. fundi bæjarráðs sem haldinn var 6. febrúar 2024 þar sem nýtingu forkaupsréttar var hafnað.

Að höfðu samráði við lögfræðing sveitarfélagsins staðfesti bæjarráð afgreiðslu fyrrum bæjarráðs Vesturbyggðar og hafnaði nýtingu forkaupsréttarins.

Bæjarráð vísaði afgreiðslunni áfram til staðfestingar bæjarstjórnar.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn staðfestir bókun bæjarráðs og hafnar erindi bréfritara.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 20242025 - Vesturbyggð

Lagt fram bréf matvælaráðuneytisins dags. 22. janúar 2025 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2024/2025.

Gögnin voru tekin fyrir á 18. fundi bæjarráðs 11. febrúar sl. þar sem bæjarráð lagði til að sérreglur varðandi úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í Vesturbyggð verði óbreyttar frá síðasta fiskveiðiári á fiskveiðiárinu 2024/2025 með þeirri undantekningu að allur afli sem telja á til byggðakvóta skal fara til vinnslu innan sveitarfélagsins.

Þá verði fiskiskipum á Bíldudal, Brjánslæk og Patreksfirði skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2024 til 31. ágúst 2025 en fiskiskipum á Tálknafirði skylt að landa innan byggðalagsins.

Forseti afhenti öðrum varaforseta fundarstjórn

GT, JLM og ÞSÓ véku af fundi.

Lagðar eru til eftirfarandi sérreglur varðandi úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í Vesturbyggð samkvæmt reglugerð nr. 819/2024 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2024/2025:

a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2023 til 31. ágúst 2024.

b) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

c) Á Bíldudal, Brjánslæk og Patreksfirði er fiskiskipum skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2024 til 31. ágúst 2025. Á Tálknafirði er fiskiskipum skylt að landa innan byggðalagsins þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2024 til 31. ágúst 2025

Annar varaforseti leggur til að tillagan verði staðfest.

Til máls tóku: Forseti og FM

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða tillögur bæjarráðs að sérreglum vegna úthlutunar byggðakvóta í Vesturbyggð fiskveiðiárið 2024/2025.

GB, JLM og ÞSÓ komu aftur inn á fundinn
Forseti tekur við fundarstjórn.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

10. Bæjarráð - 17

Lögð fram til kynningar fundargerð 17. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 29. janúar 2025. Fundargerðin er í 8 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Bæjarráð - 18

Lögð fram til kynningar fundargerð 18. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 11. febrúar 2025. Fundargerðin er í 17 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Fjölskylduráð - 6

Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar fjölskylduráðs, fundurinn var haldinn 21. janúar 2025. Fundargerðin er í 4 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Fjölskylduráð - 7

Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar fjölskylduráðs, fundurinn var haldinn 2. febrúar 2025. Fundargerðin er í 3 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Umhverfis- og loftslagsráð - 6

Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar umhverfis- og loftlagsráðs, fundurinn var haldinn 20. janúar 2025. Fundargerðin er í 5 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Skipulags- og framkvæmdaráð - 6

Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs, fundurinn var haldinn 29. janúar 2025. Fundargerðin er í 7 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Heimastjórn Arnarfjarðar - 7

Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar heimastjórnar Arnarfjarðar, fundurinn var haldinn 12. febrúar 2025. Fundargerð er í 8 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17. Heimastjórn Patreksfjarðar - 7

Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar heimastjórnar Patreksfjarðar, fundurinn var haldinn 5. febrúar 2025. Fundargerðin er í 6 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


18. Heimastjórn Tálknafjarðar - 7

Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar heimastjórnar Tálknafjarðar, fundurinn var haldinn 6. febrúar 2025. Fundargerðin er í 7 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


19. Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps - 7

Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps, fundurinn var haldinn 13. febrúar 2025. Fundargerðin er í 4 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:19