Fundur haldinn í Brellum, fundarsal ráðhúsi Vesturbyggðar, 18. mars 2025 og hófst hann kl. 15:17
Nefndarmenn
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
- Ólafur Byron Kristjánsson (ÓBK) varamaður
- Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) aðalmaður
- Páll Vilhjálmsson (PV) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir bæjarstjóri
Hljóðupptaka
Almenn erindi
1. Skýrsla bæjarstjóra
Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna.
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri
2. Endurnýjun Björgunarskips
Erindi frá Björgunarbátasjóð Barðastrandarsýslu dags. 19. febrúar 2025. Í erindinu kemur fram að nú sé komið að endurnýjun á björgunarskipi á svæði 6, Verði II sem þjónustar svæði frá Arnarfirði að Kollafirði á sunnanverðum Vestfjörðum. Heildarkostnaður við smíði skipsins er 340 milljónir króna og það sem fellur í hlut Björgunarbátasjóðs Vestur Barðastrandarsýslu eru 85 milljónir króna. Áformað er að nýtt björgunarskip verði afhent 2026.
Í erindinu er óskað eftir aðkomu Hafnasjóðs Vesturbyggðar að verkefninu.
Bæjarráð Vesturbyggðar tók erindið fyrir á 20. fundi sínum þann 11. mars sl . og leggur til við bæjarsjórn að styrkja kaupin um 20 milljónir sem skiptist niður á næstu fjögur ár.
Til máls tóku: forseti og PV.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um að styrkja kaup á björgunarskipi um 20 milljónir.
3. Stofnframlag sveitarfélags íbúðir á Patreksfirði
Lagt fram erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun dags. 4. mars sl. varðandi stofnframlög sveitarfélagsins við byggingu íbúða á Patreksfirði.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 20. fundi sínum þann 11. mars sl. og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja veitingu stofnframlags frá sveitarfélaginu vegna byggingu íbúða á Patreksfirði.
Gert er ráð fyrir framlaginu í fjárhagsáætlun Vesturbyggðar fyrir árið 2025.
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir vék af fundi.
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn samþykkir veitingu stofnframlags frá sveitarfélaginu vegna bygginga íbúða á Patreksfirði.
Samþykkt samhljóða
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir kom aftur inná fundinn.
4. Hafskipakantur á Patreksfirði
Lögð fram bókum heimastjórnar Patreksfjarðar sem tekin var fyrir á 8. fundi heimastjórnar 5.mars sl.
Bókunin var eftirfarandi:
"Rætt um framkvæmdir við stórskipakant við Patrekshöfn.
Heimastjórn Patreksfjarðar telur brýnt að bæjarstjórn Vesturbyggðar tryggi að framkvæmdir við stórskipakant við Patrekshöfn seinki ekki frekar.
Samkvæmt tillögu að samgönguáætlun árin 2024-2028 var áformað að framkvæmdir við stórskipakant við Patrekshöfn myndu hefjast á árinu 2025 og átti framkvæmdum að vera lokið á árinu 2027. Undirbúningur fyrir framkvæmdir við stórskipakant við Patrekshöfn hafa staðið yfir á síðustu árum, m.a. með öldustraumsrannsóknum sem hafa verið fjármagnaðar með framlögum úr samgönguáætlun.
Stórskipakantur við Patrekshöfn er grundvöllur þess að unnt verði til framtíðar að efla starfsemi hafnarinnar, auka umsvif, bæta þjónustu og styrkja tekjugrundvöll. Einnig er framkvæmd við stórskipakant mikilvægur liður í því að tryggja viðunandi hafnaraðstöðu til að taka á móti þeim fjölmörgu skemmtiferðaskipum sem leggja leið sína á sunnanverða Vestfirði til að bera svæðið og náttúru þess augum. Þá er staðsetning og lega Patrekshafnar þannig að stórskipakantur mun skapa mikilvæg tækifæri til strandflutninga af sunnanverðum Vestfjörðum sem og móttöku stærri fiskiskipa sem stunda veiðar fyrir utan Vestfirði, en erfitt hefur reynst fyrir stærri skip að leggjast að bryggju vegna þrengsla í skurði hafnarinnar. Patrekshöfn er hluti af grunnneti samgangna þar sem umsvif hafnarinnar hafa aukist verulega á síðustu árum og því er mikilvægt að framkvæmdir við stórskipakant njóti algjörs forgangs þegar kemur að hafnarframkvæmdum innan sveitarfélagsins.
Heimastjórn Patreksfjarðar hvetur bæjarstjórn til að beita sér fyrir því að tryggð verði framlög í hafnarsjóði Vesturbyggðar og í samgönguáætlun komandi ára, svo ljúka megi þeirri löngu vegferð að tryggja uppbyggingu á stórskipakanti við Patrekshöfn. Sú seinkun sem þegar hefur orðið á að framkvæmdir við stórskipakant hefjist hefur í för með sér að mörg og dýrmæt tækifæri til frekari atvinnusköpunar og innviðauppbyggingar í sveitarfélaginu kunna að tapast.
Heimastjórn Patreksfjarðar leggur því ríka áherslu á að ekki verði frekari seinkun á því að framkvæmdir við stórskipakant við Patrekshöfn hefjist og að í samgönguáætlun sem lögð verður fram í haust verði tryggt fjármagn til framkvæmda strax á næsta ári."
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn tekur heilshugar undir bókun heimastjórnar.
Samþykkt samhljóða.
5. Ósk um lausn frá störfum.
Tryggvi Baldur Bjarnason óskar eftir lausn frá störfum sem kjörinn fulltrúi á grundvelli 30.gr sveitarstjórnarlaga, í hans stað kemur inn Þórkatla Soffía Ólafsdóttir sem mun taka sæti í bæjarstjórn.
Til máls tóku: Forseti og PV.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að veita Tryggva Baldri Bjarnasyni lausn frá störfum sem kjörinn fulltrúi og þakkar fyrir störf í þágu sveitarfélagisns og óskar honum velfarnaðar.
Fundargerðir til kynningar
6. Bæjarráð - 19
Lögð fram til kynningar fundargerð 19. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 25. febrúar 2025. Fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tók: Forseti
7. Bæjarráð - 20
Lögð fram til kynningar fundargerð 20. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 11. mars 2025. Fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tók: Forseti
8. Skipulags- og framkvæmdaráð - 7
Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs, fundurinn var haldinn 26. febrúar 2025. Fundargerðin er í 10 liðum.
Til máls tók: Forseti
9. Skipulags- og framkvæmdaráð - 8
Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar skipulags- og framvkæmdaráðs, fundurinn var haldinn 7. mars 2025. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Forseti
10. Umhverfis- og loftslagsráð - 7
Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar umhverfis- og loftlagsráðs, fundurinn var haldinn 17. febrúar 2025. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Forseti
11. Fjölskylduráð - 8
Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar fjölskylduráðs, fundurinn var haldinn 3. mars 2025. Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Forseti
12. Heimastjórn Tálknafjarðar - 8
Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar heimastjórnar Tálknafjarðar, fundurinn var haldinn 6. mars 2025. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Forseti
13. Heimastjórn Patreksfjarðar - 8
Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar heimastjórnar Patreksfjarðar, fundurinn var haldinn 5. mars 2025. Fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tók: Forseti
14. Heimastjórn Arnarfjarðar - 8
Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar heimastjórnar Arnarfjarðar, fundurinn var haldinn 12. mars 2025. Fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tók: Forseti
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:38
Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 10. fundar þriðjudaginn 18. mars 2025 kl. 15:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði. Gunnþórunn Bender forseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki. Forseti bar undir fundinn að tekin verði inn afbrigði á dagskrá, liður 5 málsnr. 2503052 Ósk um lausn frá störfum verði bætt inná fundinn, dagskráliðir 5-14 færast niður um einn lið og verða 6-15, Samþykkt samhljóða.