Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 11. desember 2012 og hófst hann kl. 16:00
Fundargerð ritaði
- Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
Almenn mál
1. Tilboð, Balar 6
Lagt fram tilboð frá Fanneyju Ingu Halldórsdóttur og Jakobi Einarssyni í íbúð 0202, 212-3822 að Bölum 6, að upphæð 4 milljónir króna.Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar samþykkir framkomið tilboð. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá samningum við tilboðsgjafa.
2. Tilboð, Sigtún 37
Lagt fram tilboð frá Sólrúnu Guðjónsdóttur og Jimmy Wallster í Sigtún 37 að upphæð 6 milljónir. Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar samþykkir framkomið tilboð og felur framkvæmdastjóra ganga frá samningum við tilboðsgjafa.
3. Tilboð, lyfta við Kamb
Ármann Halldórsson byggingarfulltrúi fór yfir tilboð í lyftu við Kamb.
Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar samþykkir framkomin tilboð í framkvæmdir við lyftuhús við Kamb og Lyftu með fyrirvara um að tilboð standist, að hámarki að upphæð 23 milljónir króna. Stjórn FV felur byggingarfulltrúa að uppfæra áætlunina og senda stjórn í tölvupósti til endanlegrar samþykktar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00