Hoppa yfir valmynd

Fasteignir Vesturbyggðar #54

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 8. nóvember 2013 og hófst hann kl. 15:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn mál

    1. Ársreikningur 2012.

    Lagðir fram endurskoðaðir reikningar ársins 2012 ásamt ábendingum endurskoðenda. Farið var yfir helstu liði ársreikningsins en hann sýnir að
    rekstrartekjur ársins voru 51.373.382 kr. og rekstrargjöld 28.611.689 kr.
    Fjármagnsgjöld voru 23.415.809 kr. og tap ársins 654.116 kr. Til samanburðar var tap ársins 2011 19.071.349 kr.
    Bókfærðar eignir voru 186.373.334 kr. og skuldir samtals 318.398.908 kr. Eigið fé var 193.472.680 kr., neikvætt borið saman við 228.909.259 kr. neikvætt í árslok 2011. Handbært fá frá rekstri var neikvætt 4.626.233 kr.
    Á fasteignum félagsins sem bókfærðar voru á 186,4 milljónir kr. hvíla þinglýst veð til tryggingar skuldum sem voru að eftirstöðvum 191,1 millj. kr. í árslok 2012.

    Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar ehf samþykkir framlagða ársreikninga.

      Málsnúmer 1311025

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30