Hoppa yfir valmynd

Fasteignir Vesturbyggðar #55

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 8. janúar 2014 og hófst hann kl. 16:00

Fundargerð ritaði
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

Jón Árnason boðaði forföll. Sigurður Viggósson mætti í hans stað.

Almenn mál

1. Fjárhagsáætlun 2014

Framkvæmdastjóri fór yfir fjárhagsáætlun 2014 og sérgreind verkefni.
Fjárhagsáætlun Fasteigna Vesturbyggðar fyrir árið 2014 er samþykkt.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Sala íbúða-næstu skref

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu á útleigu íbúða og fjárhagsstöðu.
Framkvæmdastjóra falið að auglýsa Bjarkargötu 8, efri hæð til sölu.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

2. Lyfta við Kamb, kostnaður

Framkvæmdastjóri fór yfir kostnað vegna byggingu lyftuhúss við Kamb á Patreksfirði.
Heildarkostnaður við bygginguna er: 23.229.102 kr.
Tekjur vegna endurgreiðslu á vsk: 1.671.304 kr.
Styrkir: 3.056.691 kr.
Nettókostnaður: 18.501.105 kr.

Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar felur framkvæmdastjóra að útbúa skuldabréf til Vestur-Botns ehf að upphæð 18.501.105 kr. á vaxtakjörum skv. innlánskjörum hjá Landsbanka Íslands til 20 ára.

Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar þakkar Lionsklúbbi Patreksfjarðar, Slysavarnardeildinni Unni Patreksfirði og Kvenfélaginu Sif Patreksfirði fyrir höfðinglega styrki til lyftuframkvæmdarinnar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00