Hoppa yfir valmynd

Fasteignir Vesturbyggðar #58

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 28. september 2015 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn mál

    1. Aðalfundur Fasteigna Vesturbyggðar ehf 2015.

    Lagður fram ársreikningur Fasteigna Vesturbyggðar ehf fyrir 2014 og skýrsla stjórnar.
    Afkoma félagsins var jákvæð um 4,8 millj.kr. Rekstrartekjur voru 44,3 millj.kr. og rekstrarútgjöld 39,5 millj.kr. þar af fjármagnsgjöld 9,7 millj.kr. Langtímaskuldir í árslok námu 218,6 millj.kr. og höfðu lækkað um 35,1 millj.kr. á milli ára.
    Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.
    Farið var yfir útleigu íbúða og leigufjárhæðir. Allar íbúðir eru í útleigu og eftirspurn eftir íbúðum sem losna úr leigu. Lögð fram tillaga af fráfarandi stjórn að grunnur leiguverðs verði endurskoðaður. Aðalfundur samþykkir samhljóða tillöguna og vísar henni til nýrrar stjórnar.
    Stjórnarkjör. Nýja stjórn Fasteigna Vesturbyggðar ehf skipa:
    Aðalstjórn:
    Gerður Björk Sveinsdóttir
    Magnús Jónsson
    Guðný Sigurðardóttir
    Til vara:
    Jón Árnason
    Ásgeir Sveinsson

    Framkvæmdastjóra falið að ganga frá tilkynningum til Fyrirtækjaskrár og að senda undirritaðan ársreikning til Ríkisskattstjóra.

      Málsnúmer 1509093

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Sala íbúða

      Lagður fram kaupsamningur og afsal vegna fasteignarinnar Sigtúns 49, fastanr. 212-4004. Söluverð er 8,6 millj.kr. sem er að fullu greitt.
      Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar ehf samþykktir söluna á Sigtúni 49.

        Málsnúmer 1401004 5

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00