Hoppa yfir valmynd

Fasteignir Vesturbyggðar #71

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 9. september 2019 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu
  • Egill Össurarson (EÖ) aðalmaður
  • Guðný Sigurðardóttir (GS) formaður
  • Jónas Heiðar Birgisson (JHB) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) framkvæmdastjóri
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Aðalfundur Fasteignir Vesturbyggðar ehf. 2019

1. Setning aðalfundar
Formaður stjórnar Guðný Sigurðardóttir setti fundinn eftir að hafa kannað lögmæti fundarins.

2. Kosning fundastjóra og ritara
Formaður lagði til að Rebekka Hilmarsdóttir yrði fundarstjóri og Gerður Björk Sveinsdóttir ritaði fundargerð. Samþykkt samhljóða.

3. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.
Formaður fór yfir skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár. Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar fundaði fjórum sinnum á árinu 2018, þ.e. tvisvar sinnum 20. ágúst, 7. nóvember og 13. desember. Tap varð á rekstri félagsins á árinu að fjárhæð 7,4 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé félagsins var í árslok neikvætt um 108,2 millj kr. samkvæmt efnahagsreikningi.

4. Lagður fram endurskoðaður ársreikningur félagsins.
Lagður var fram ársreikningur ársins 2018 ásamt áritun endurskoðenda. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Vesturbyggðar fór yfir helstu liði árreikningsins en hann sýnir að rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjarmagnsgjalda er 6.012.420 kr. Fjármagnsgjöld eru 13.445.174 kr. og tap ársins 7.432.754 kr. Eigið fé var 108.202.112 kr. og skuldir 218.435.467 kr.

Ársreikningurinn var ræddur, síðan borin upp til samþykktar. Ársreikningurinn 2018 var samþykktur samhljóða og áritaður af stjórn og framkvæmdastjóra.

5.Meðferð hagnaðar eða taps félagsins á árinu.
Stjórn félagsins gerir ekki tillögu um arðgreiðslu til hluthafa á árinu 2019 vegna ársins 2018 en vísað er til ársreiknings um jöfnun taps og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum á árinu.

6. Leiguverð ákvarðað skv. gjaldskrá Vesturbyggðar

7. Kosning formanns.
Endurkjörinn var formaður Guðný Sigurðardóttir

8. Kosning tveggja meðstjórnenda.
Endurkjörin Jónas Heiðar Birgisson og Egill Össurarson

9. Kosning þriggja varamanna í stjórn.
Endurkjörin voru Jón Árnason, Friðbjörg Matthíasdóttir og María Ósk Óskarsdóttir

10. Kosning löggilts endurskoðanda.
Lögð var fram tillaga um að Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi hjá KPMG ehf. sinni áfram endurskoðun fyrir félagið. Samþykkt samhljóða.

11. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna, varamanna og endurskoðanda.
Lögð fram tillaga um að þóknun stjórnar fyrir fundarsetur verði óbreytt þannig að hún sé sú sama og þóknun til nefndarsetu í nefndum Vesturbyggðar. Greiðsla til löggiltra endurskoðenda skal vera skv. framlögðum reikningi. Samþykkt samhljóða.

12. Önnur mál
Stjórn leggur til að samþykktir félagsins verði endurskoðaðar.
Samþykkt samhljóða.

    Málsnúmer 1908068

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00