Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 17. október 2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu
- Egill Össurarson (EÖ) aðalmaður
- Guðný Sigurðardóttir (GS) formaður
- Jónas Heiðar Birgisson (JHB) aðalmaður
Fundargerð ritaði
- Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri
Almenn erindi
1. Langtíma viðhaldsáætlun - FV
Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir viðhaldsþörf fyrir eignir Fasteigna Vesturbyggðar og tillögur í fjárhagsáætlun 2020 - 2024.
Stjórn mælir með því að mætt verði þeirri fjárþörf sem er til viðhaldsverkefna í Sigtúni 29 -35, skv. minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs, við gerð fjárhagsáætlunar Vesturbyggðar. Þá mælir stjórn með því að framlag verði veitt til eðlilegs viðhalds annarra eigna félagsins.
2. Endurskoðun á gjaldi vegna húsaleigu
Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir stöðu áhvílandi lána á eignum félagsins sem og leigufjárhæðir.
Stjórn samþykkir tillögur í minnisblaði sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að leiðrétt verði leigufjárhæð á fermeter í íbúðum að Aðalstræti 4 í samræmi við núverandi gjaldskrá og einnig að farið verði í endurfjármögnun lána á eignunum. Framkvæmdastjóra falið að upplýsa leigjendur Aðalstræti 4 um leiðréttingu húsaleigu.
Stjórn leggur ekki til hækkun á stofni leigufjárhæðar skv. gjaldskrá Fasteigna Vesturbyggðar á árinu 2020 í tengslum við lífskjarasamninga 2019 - 2022.
3. Samþykktir endurskoðun - Fasteignir Vesturbyggðar ehf.
Framkvæmdastjóri lagði fram drög að uppfærðum samþykktum félagsins. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
4. Endurmat fasteigna í Fasteignum Vesturbyggðar ehf.
Stjórn samþykkir að fengið verði nýtt verðmat fyrir eignir félagsins og óskað verði eftir endurskoðun á brunabótamati. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu.
Til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15