Hoppa yfir valmynd

Fasteignir Vesturbyggðar #72

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 17. október 2019 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu
 • Egill Össurarson (EÖ) aðalmaður
 • Guðný Sigurðardóttir (GS) formaður
 • Jónas Heiðar Birgisson (JHB) aðalmaður
Fundargerð ritaði
 • Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri

Almenn erindi

1. Langtíma viðhaldsáætlun - FV

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir viðhaldsþörf fyrir eignir Fasteigna Vesturbyggðar og tillögur í fjárhagsáætlun 2020 - 2024.

Stjórn mælir með því að mætt verði þeirri fjárþörf sem er til viðhaldsverkefna í Sigtúni 29 -35, skv. minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs, við gerð fjárhagsáætlunar Vesturbyggðar. Þá mælir stjórn með því að framlag verði veitt til eðlilegs viðhalds annarra eigna félagsins.

  Málsnúmer 1903071

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Endurskoðun á gjaldi vegna húsaleigu

  Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir stöðu áhvílandi lána á eignum félagsins sem og leigufjárhæðir.

  Stjórn samþykkir tillögur í minnisblaði sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að leiðrétt verði leigufjárhæð á fermeter í íbúðum að Aðalstræti 4 í samræmi við núverandi gjaldskrá og einnig að farið verði í endurfjármögnun lána á eignunum. Framkvæmdastjóra falið að upplýsa leigjendur Aðalstræti 4 um leiðréttingu húsaleigu.

  Stjórn leggur ekki til hækkun á stofni leigufjárhæðar skv. gjaldskrá Fasteigna Vesturbyggðar á árinu 2020 í tengslum við lífskjarasamninga 2019 - 2022.

   Málsnúmer 1909034

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Samþykktir endurskoðun - Fasteignir Vesturbyggðar ehf.

   Framkvæmdastjóri lagði fram drög að uppfærðum samþykktum félagsins. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

    Málsnúmer 1909032 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Endurmat fasteigna í Fasteignum Vesturbyggðar ehf.

    Stjórn samþykkir að fengið verði nýtt verðmat fyrir eignir félagsins og óskað verði eftir endurskoðun á brunabótamati. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu.

     Málsnúmer 1909033 2

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Tilraunaverkefni um húsnæðismál á landsbyggðinni

     Stjórn áhugasöm um tilraunaverkefnið og framkvæmdastjóra falið að hefja viðræður við Íbúðalánasjóð um aðkomu félagsins.

      Málsnúmer 1910174

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Til kynningar

      6. Húsnæðisáætlun

      Lögð fram til kynningar drög að húsnæðisáætlun Vesturbyggðar.

       Málsnúmer 1903076 4

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15