Hoppa yfir valmynd

Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar #3

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 30. ágúst 2015 og hófst hann kl. 15:00

Fundargerð ritaði
  • Þröstur Reynisson

Almenn erindi

1. Fundagerð fjallskilanefndar

1. Björgvin Hallgrímsson tekur við formennsku af Ásu Dóru.
2. Þröstur ritar fundagerð
3. Farið m. Jóni Erni yfir það sem rætt var á samráðsfundi á Reykhólum, þar sem mættu Þröstur Reynisson, Björgvin Hallgrímsson og Einar Hafliðason form. fjallskilanefndar Reykhólahrepps.
4. Skipt niður í leitarsvæði m. dagsetningum með tilgreinda leitarstjóra.
5. Samþykkjum tilmæli til Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps að fara að fordæmi Reykhólahrepps og leggja til menn í smölunar á vestasta hluta Reykhólahrepps, þar sem nær eingöngu er fé að vestan.
6. Fleira ekki gert og fundi slitið.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00