Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 30. ágúst 2015 og hófst hann kl. 15:00
Fundargerð ritaði
- Þröstur Reynisson
Almenn erindi
1. Fundagerð fjallskilanefndar
1. Björgvin Hallgrímsson tekur við formennsku af Ásu Dóru.
2. Þröstur ritar fundagerð
3. Farið m. Jóni Erni yfir það sem rætt var á samráðsfundi á Reykhólum, þar sem mættu Þröstur Reynisson, Björgvin Hallgrímsson og Einar Hafliðason form. fjallskilanefndar Reykhólahrepps.
4. Skipt niður í leitarsvæði m. dagsetningum með tilgreinda leitarstjóra.
5. Samþykkjum tilmæli til Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps að fara að fordæmi Reykhólahrepps og leggja til menn í smölunar á vestasta hluta Reykhólahrepps, þar sem nær eingöngu er fé að vestan.
6. Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00