Fundur haldinn í Strandgötu 38, 21. desember 2016 og hófst hann kl. 18:00
Fundargerð ritaði
Almenn erindi
1. Fjallskil 2016
Ákveðið er að funda með leitarstjórum fjallskila 2016, vegna framkvæmda og heimtum á fé við fjallskil 2016. Spurningarlisti verður sendur leitarstjórum fyrir fund, ásamt korti af leitarsvæði. Stefnt er að , búið verði að funda með leitarstjórum í lok janúar. Samþykkt samhljóða.
2. Fjallskil 2017
Nefndin er að undirbúa vinnu við að meta fjölda dagsverka á hverju leitarsvæði, í samvinnu við leitarstjóra. Nefndin ætlar að uppfylla kvaðir sem eru í lögum nr. 6/1986, lög um afréttarmál og fjallskil,og gildandi Fjallskilasamþykkt fyrir Barðastranda-og Ísafjarðarsýslu.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00