Hoppa yfir valmynd

Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar #18

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 29. janúar 2019 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Bryndís Sigurðardóttir (BS) sveitarstjóri
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri
  • Guðni Ólafsson (GÓ) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
  • Sveinn Eyjólfur Tryggvason (SET) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri

Almenn erindi

1. Fjallskil - kostnaður

Nefndin fór yfir fjallskilakostnað fyrir árin 2014 til 2018 og útistandandi kostnað vegna fjallskila 2018. Nefndin leggur til við sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps og bæjarstjórn Vesturbyggðar að greiddur verði úr sveitarsjóði sveitarfélaganna kostnaður vegna fjallskila á árinu 2018 skv. 46. gr. laga um afréttarmálefni, fjallskil og fl. nr. 6/1986.

Nefndin mun vinna að því að meta fjölda dagsverka á hverju leitarsvæði og hverri jörð, í samvinnu við leitarstjóra vegna fjallskila 2019 til að standa straum af þeim kostnaði sem af fjallskilum leiðir.

Nefndin mun virkja heimildir til innheimtu kostnaðar vegna fjallskila í samræmi við ákvæði laga um afréttarmálefni, fjallskil og fl. nr. 6/1986 og fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur nr. 716/2012.

Samþykkt samhljóða.

    Málsnúmer 1901055 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Fjallskil 2018

    Formaður fór yfir fjallskil 2018.

      Málsnúmer 1901054

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00