Hoppa yfir valmynd

Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar #19

Fundur haldinn í Flóka, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 14. ágúst 2019 og hófst hann kl. 18:00

Fundinn sátu
  • Guðni Ólafsson (GÓ) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) aðalmaður
  • Sveinn Eyjólfur Tryggvason (SET) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggð

Almenn erindi

1. Fjallskil 2019

Lögð fyrir drög að fjallskilaseðli 2019 sem unnin voru með hliðsjón af fjallskilaseðli fyrra árs. Dagsverkum skv. fjallskilaseðli er deilt í hlutfalli við heildarfjölda fjár hvers fjáreiganda. Sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps og bæjarstjóra Vesturbyggðar falið að senda fjallskilaseðil út og birta hann á heimasíðum sveitarfélagana. Einnig er þeim falið að senda sérstakt bréf á leitar- og réttarstjóra um hlutverk þeirra og skyldur vegna fjallskila. Frestur til athugasemda um efni fjallskilaseðilsins 2019 skal vera til og með 1. september 2019.

Fjallskilanefnd mun boða sauðfjárbændur í Tálknafjarðahrepp og Vesturbyggð til fundar eftir seinni leitir, þar sem farið verður yfir framkvæmd við fjallskil 2019 og mögulega gjaldtöku 2020. Fundartími verður auglýstur síðar.

Samþykkt samhljóða.

    Málsnúmer 1907126 4

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Fjallskil - kostnaður

    Fjallskilanefnd vísar þvi til sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps og bæjarstjórnar Vesturbyggðar að heimilt verði að leggja allt að 2% á landverð allra jarða í Vesturbyggð og Tálknafjarðahrepp, þar með talið eyðijarðir, að frádregnu verði ræktaðs lands og hlunninda miðað við gildandi fasteignamat á hverjum tíma, í samræmi við fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur nr. 716/2012, sem innheimt verði samhliða fasteignagjöldum 2020. Nefndin leggur einnig til að á árinu 2020 verði lagt á fjallskilaskylt búfé í sveitarfélögunum gjald sem nemur 300 kr. á hverja sauðkind skv. skráningu Matvælastofnunar sem renna skal í fjallskilasjóð.

    Tillagan samþykkt samhljóða.

    Rætt um ógreidda reikninga vegna fjallskilakostnaðar 2018. Lagt er til að ógreiddum reikningum vegna fjallskilakostnaðar 2018 verði hafnað og sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps og bæjarstjóra Vesturbyggðar falið að tilkynna reikningseigendum um höfnunina.

    GÓ og RH greiddu atkvæði með tillögunni en SET greiddi atkvæði á móti.

      Málsnúmer 1903176 5

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Reglur um óskilafé

      Lagt er til að sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps og bæjarstjóri Vesturbyggðar vinni drög að verklagsreglum um óskilafé og tilkynningar um fé sem ekki hefur verið heimt eftir seinni leitir. Þá er lagt til að Vesturbyggð og Tálknafjarðahreppur auglýsi eftir verktaka sem sinni skyldum sveitarfélaganna vegna fjallskila.

      Samþykkt samhljóða.

        Málsnúmer 1908004 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Til kynningar

        4. Fjallskil í landi Vesturbyggðar sem ekki hefur verið sinnt.

        Lögð fyrir til kynningar bréf Matvælastofnundar dags. 1. apríl og 8. apríl 2019 varðandi fjallskil og skyldur sveitarfélaga vegna útigöngufjár í landi Vesturbyggðar.

          Málsnúmer 1904052 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:55