Hoppa yfir valmynd

Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar #20

Fundur haldinn í Skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, Tálknafirði, 12. september 2019 og hófst hann kl. 11:00

Fundinn sátu
  • Bryndís Sigurðardóttir (BS) sveitarstjóri
  • Guðni Ólafsson (GÓ) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) aðalmaður
  • Sveinn Eyjólfur Tryggvason (SET) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri

Almenn erindi

1. Fjallskil 2019

Teknar fyrir athugasemdir sem bárust við fjallskilaseðil 2019 og þær ræddar. Athugasemdir bárust vegna fjölda dagsverka á tilteknum svæðum og ákveðið að fara yfir afmörkun dagsverka á fundi með sauðfjárbændum eftir síðustu leitir.

Þá voru tekin fyrir erindi skipaðra leitar- og réttarstjóra skv. fjallskilaseðli á leitarsvæði 8 og 9 sem óskað hafa eftir lausn frá störfum.

Samþykkt samhjóða að skipa bæjarstjóra Vesturbyggðar sem leitar- og réttarstjóra á leitarsvæði 8 og sveitarstjóra Tálknafjarðahrepps á leitarsvæði 9 norður og Esther Gísladóttur, leitar- og réttarstjóra á leitarsvæði 9 suður.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:06