Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 30. ágúst 2021 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Guðni Ólafsson (GÓ) formaður
Starfsmenn
- Geir Gestsson (GG) sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Ólafur Þór Ólafsson (ÓÞÓ) sveitarstjóri
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Fjallskilanefnd - kosning formanns
Guðni Ólafsson setti fundinn og gerði tillögu að því að Ásgeir Sveinsson taki við formennsku í nefndinni.
Samþykkt samhljóða.
Ásgeir tekur við stjórn fundarins.
2. Fjallskilaseðill 2021
Farið var yfir drög að fjallskilaseðli 2021. Sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasvið Vesturbyggðar ásamt sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps, var falið að uppfæra seðilinn í samræmi við umræður á fundinum og sjá til þess hann verði auglýstur og sendur út. Vekja þarf athygli á þeim reglum sem eru í gildi vegna smitvarna gegn Covid-19. Jafnframt var samþykkt að athugasemdafrestur vegna seðilsins verði til 6. september 2021.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:02
Sveinn Eyjólfur Tryggvason nefndarmaður í fjallskilanefnd féll frá á árinu. Er hans minnst með hlýju og fjölskyldu hans sendar innilegar samúðarkveðjur.
Víðir Guðbjartsson boðaði forföll.