Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 21. október 2024 og hófst hann kl. 13:00
Nefndarmenn
- Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
- Páll Vilhjálmsson (PV) aðalmaður
- Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
- Klara Berglind Hjálmsdóttir (KH) varamaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
- Arnheiður Jónsdóttir (AJ)
Fundargerð ritaði
- Arnheiður Jónsdóttir Sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Almenn mál
1. Gjaldskrá leikskólanna í Vesturbyggð, breyting
Tillögur að breytingum á gjaldskrá hjá leikskólum Vesturbyggðar.
Fjölskylduráð leggur til eftirfarandi breytingar á gjaldskrá leikskólanna í Vesturbyggð.
1. Að námsmanna afsláttur og afsláttur vegna hjúkskaparstöðu (einstæðir foreldrar) verði teknir út og tekjutengdur afsláttur tekinn upp í staðinn.
2. Teknir verði upp 12 skráningadagar á ári, kringum jóla-, páska-, haust og vetrarfrí grunnskólana. Foreldrar skrá börn sín í leikskólann þessa daga og borga sérstaklega fyrir þá á móti lækkar gjald fyrir leikskólaplássið.
þessum tillögum er vísað til bæjarráðs til frekari úrvinnslu.
2. Velferðarþjónusta Vestfjarða
Velferðarþjónusta Vestfjarða er búin að starfa í u.þ.b. eitt ár, farið yfir reynslu af verkefninu.
Sviðsstjóri fór yfir hvernig hefur gengið að vinna eftir samningi um sérhæfða velferðarþjónustu Vestfjarða. Fjölskylduráð leggur til við bæjarráð að óska eftir fundi um stöðu og framgang málsins.
Mál til kynningar
3. Starfsáætlun leik- grunn- og tónlistaskóla Vesturbyggðar 2024 - 2025
Skólastjórar fara yfir starfsáætlanir skólanna fyrir næsta starfsár
Skólastjóri Patreksskóla fór yfir starfsáætlun skólanna.
4. Svæðisstöðvar Íþróttahéraða, Vestfirðir
Svæðisfulltrúi á Vestfjörðum kemur inn á fundinn og fer yfir starfið og hvað er framundan.
Á fundinn kom svæðisfulltrúi Vestfjarða Birna F.S.Hannesdóttir og fór yfir verkefni svæðisfulltrúa nú eftir að svæðisstöðvar íþróttahéraða voru stofnaðar.
5. Hjúkrunarrými á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði
Farið yfir stöðu á byggingu hjúkrunarrýma á Patreksfirði.
Bæjarstjóri kom inn á fundinn og fór yfir hvar vinnan stendur varðandi uppbyggingu hjúkrunarrýma á Patreksfirði.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30