Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 2. desember 2024 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu
- Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
- Páll Vilhjálmsson (PV) aðalmaður
- Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
- Sandra Líf Pálsdóttir (SLP) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
- Magnús Arnar Sveinbjörnsson starfsmaður fjölskylduráðs
Almenn erindi
1. Gjaldskrár og skráningardagar í leikskólum
Teknar til umfjöllunar tillögur fjölskylduráðs um aðgerðir til að mæta styttingu vinnuviku ófaglærðs starfsfólks í leikskólum úr 40 stundum í 36 stundir.
Fjölskylduráð leggur til við bæjarstjórn að teknir verði upp svo kallaðir skráningardagar í leikskólum í kringum jól, páska og vetrarfrí í skólum. Á árinu 2025 verði þeir alls 12.
Breytingar verði gerðar á gjaldskrá leikskóla þannig að dvalargjald verði eitt í stað klukkustundagjalds. Mánaðargjald í leikskóla verði lækkað um 10% árið 2025. Matargjald haldist óbreytt milli ára.
Opnunartími leikskóla helst óbreyttur en almennur dvalartími verði til kl. 14 á föstudögum. Hægt verði að skrá börn í lengri tíma gegn gjaldi.
Afsláttur af leikskólagjöldum verði tekjutengdur en í stað þess verði tekinn út afsláttur vegna einstæðra foreldra og námsmanna.
Til kynningar
2. Starfsáætlun leik- grunn- og tónlistaskóla Vesturbyggðar 2024 - 2025
Kynning á starfsáætlun og skóladagatali Tónlistarskóla Vesturbyggðar fyrir veturinn 2024-´25. Kristín Mjöll Jakobsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar tók sæti á fundinum og kynnti.
3. Málstefna
Lögð fram til kynningar málstefna Vesturbyggðar. Í stefnunni er kveðið á um að vandað, skýrt og auðskilið mál skuli vera lykilatriði í allri þjónustu og stjórnsýslu sveitarfélagsins. Þar skuli íslenska ávallt vera í öndvegi. Stefnan byggir á grundvallaratriðum um jafnræði, virðingu, traust, gagnsæi, gott aðgengi að upplýsingum og virkum samskiptum. Hún gildir á öllum starfsstöðvum og stofnunum sveitarfélagsins.
4. Samstarf á sviði endurhæfingar
Kynning á samningi um samstarf á sviði endurhæfingar milli Tryggingastofnunar, felagsþjónustu sveitarfélaga, VIRK - starfsendurhæfingarsjóðs, Vinnumálastofnunar og heilsugæslustöðva.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:45