Hoppa yfir valmynd

Fjölskylduráð #5

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 2. desember 2024 og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu
  • Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) aðalmaður
  • Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
  • Sandra Líf Pálsdóttir (SLP) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
  • Magnús Arnar Sveinbjörnsson starfsmaður fjölskylduráðs

Almenn erindi

1. Gjaldskrár og skráningardagar í leikskólum

Teknar til umfjöllunar tillögur fjölskylduráðs um aðgerðir til að mæta styttingu vinnuviku ófaglærðs starfsfólks í leikskólum úr 40 stundum í 36 stundir.

Fjölskylduráð leggur til við bæjarstjórn að teknir verði upp svo kallaðir skráningardagar í leikskólum í kringum jól, páska og vetrarfrí í skólum. Á árinu 2025 verði þeir alls 12.

Breytingar verði gerðar á gjaldskrá leikskóla þannig að dvalargjald verði eitt í stað klukkustundagjalds. Mánaðargjald í leikskóla verði lækkað um 10% árið 2025. Matargjald haldist óbreytt milli ára.

Opnunartími leikskóla helst óbreyttur en almennur dvalartími verði til kl. 14 á föstudögum. Hægt verði að skrá börn í lengri tíma gegn gjaldi.

Afsláttur af leikskólagjöldum verði tekjutengdur en í stað þess verði tekinn út afsláttur vegna einstæðra foreldra og námsmanna.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

2. Starfsáætlun leik- grunn- og tónlistaskóla Vesturbyggðar 2024 - 2025

Kynning á starfsáætlun og skóladagatali Tónlistarskóla Vesturbyggðar fyrir veturinn 2024-´25. Kristín Mjöll Jakobsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar tók sæti á fundinum og kynnti.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Málstefna

Lögð fram til kynningar málstefna Vesturbyggðar. Í stefnunni er kveðið á um að vandað, skýrt og auðskilið mál skuli vera lykilatriði í allri þjónustu og stjórnsýslu sveitarfélagsins. Þar skuli íslenska ávallt vera í öndvegi. Stefnan byggir á grundvallaratriðum um jafnræði, virðingu, traust, gagnsæi, gott aðgengi að upplýsingum og virkum samskiptum. Hún gildir á öllum starfsstöðvum og stofnunum sveitarfélagsins.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Samstarf á sviði endurhæfingar

Kynning á samningi um samstarf á sviði endurhæfingar milli Tryggingastofnunar, felagsþjónustu sveitarfélaga, VIRK - starfsendurhæfingarsjóðs, Vinnumálastofnunar og heilsugæslustöðva.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Tengiráðgjafi í verkefninu Gott að eldast

Kynning á starfi tengiráðgjafa Vestfjarða í verkefninu Gott að eldast. Tengiráðgjafi hóf störf í byrjun maí 2024 og hefur kortlagt virkniúrræði sveitarfélaga, komið á samtali við hagaðila og verið málsvari verkefnisins hér á Vestfjörðum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:45