Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 31. mars 2015 og hófst hann kl. 16:00
Fundargerð ritaði
- Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
Almenn erindi
1. Erindi frá MÓH, óveður
Lagt fram erindi frá Magnúsi Ólafs Hanssyni vegna óveðursútkalla.
Viðbúnaðarstig skóla eru tvö. Stig 1: Foreldrar ákveði hvort börn fari í skóla. Stig 2: Skóla er lokað og það tilkynnt opinberlega (RÚV/heimasíða). Þetta er gert í samráði við lögreglu, almannavarnir og bæjaryfirvöld.
Bæjarstjóra og skólastjóra falið að yfirfara reglurnar og svara bréfritara.
5. GV: Skólaráð
Skólastjóri upplýsti um stöðu skólaráðs í GV. Fræðsluráð ítrekar mikilvægi þess að skólaráð sé skipað og það strafi samkvæmt lögum. Fræðsluráð beinir þeim tilmælum til foreldrafélaganna að þau skipi fulltrúa í ráðið sem taki til starfa næsta haust.
6. GV: Skóladagatal 2015-2016
7. LV: Skóladagatal 2015-2016, leikskólar
Lagt fram skóladagatal Leikskóla Vesturbyggðar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Sameiginlegir starfsdagar leikskóla og grunnskóla er 27. nóvember, 4. janúar og 29. mars. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
8. LV: Foreldraráð í leikskóla
Leikskólastjóri upplýsti um stöðu foreldraráðs í leikskólum Vesturbyggðar. Fræðsluráð ítrekar mikilvægi þess að foreldraráðs sé starfandi í Leikskólum Vesturbyggðar og að leikskólastjóri boði til fundar.
9. LV: Námsskrá leikskóla
Námsskrá Leikskóla Vesturbyggðar lögð fram til kynningar. Fulltrúar koma með athugasemdir og senda til aðstoðarleikskólastjóra. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
10. "Komdu þínu á framfæri" samantekt frá fundinum
Elsa Reimarsdóttir kynnti skýrsluna "Komdu þínu á framfæri" frá Æskulýðsvettvanginum.
Mikið kallað eftir auknu samstarfi milli byggðakjarna og einnig er kallað eftir föstudagssamverunni á ný.
Til kynningar
2. GV: Birkimelsskóli - Uppsögn frá 1. ágúst
Lagt fram bréf frá Valgeiri Jens Guðmundssyni deildarstjóra Birkimelsskóla þar sem hann segir upp stöðu sinni sem deildarstjóri frá 1. ágúst nk.
Skólastjóra falið að auglýsa eftir deildarstjóra Birkimelsskóla.
3. GV: Foreldrakönnun Grunnskóla Vesturbyggðar nóvember 2014
4. GV: Spjaldtölvuvæðing
Skólastjóri kynnti stöðu spjaldtölvuvæðingar í Grunnskólum Vesturbyggðar. 36 spjaldtölvur hafa nú verið gefnar til Grunnskóla Vesturbyggðar. Skema ehf kom og var með námskeið fyrir kennara í notkun spjaldtölva í kennslu.
Fræðsluráð og æskulýðsráð þakkar gefendum fyrir rausnarlegar gjafir.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00
Auk þess sátu Hallveig G Ingimarsdóttir og Birna Guðrún Jónsdóttir fundinn.