Hoppa yfir valmynd

Fræðslu og æskulýðsráð #35

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 13. júlí 2017 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Gerður B. Sveinsdóttir formaður

    Almenn erindi

    1. Staða skólastjóra Leikskóla Vesturbyggðar

    Alls sóttu 5 um starfið, tveir umsækjendur uppfylltu ekki skilyrði auglýsingar og einn dró umsóknina til baka. Attendus vann hæfnisgreiningu umsækjenda fyrir Vesturbyggð.
    Viðtöl voru tekin við tvo umsækjendur um stöðu leikskólastjóra við Araklett á Patreksfirði.

    Fræðslu- og æskulýðsráð Vesturbyggðar leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að Hallveig Guðbjört Ingimarsdóttir verði ráðin leikskólastjóri við Araklett á Patreksfirði.

      Málsnúmer 1704025 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Opnunartími á leikskólanum Arakletti.

      Á síðasta fundi Fræðslu- og æskulýðsráðs var leikskólastjóra falið að gera könnun á þörf fyrir lengdri opnun á leikskólanum Arakletti á Patreksfirði skv. innsendu erindi. Niðurstaða könnunarinnar er að 7 börn þurfa lengda opnun til 16:30, 1 til 16:45 og 6 til 17:00.
      Fræðslu- og æskulýðsráð leggur til við Bæjarstjórn Vesturbyggðar að opnun Arakletts verði lengd til 17:00 frá og með 1. september næskomandi.
      Nánari úrvinnslu um vistunargjöld umfram 8 klukkutíma vísað til fjárhagsáætlanagerðar fyrir árið 2018.

        Málsnúmer 1706004 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00