Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 13. mars 2018 og hófst hann kl. 16:00
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir formaður
Almenn erindi
1. Framlenging/breyting á samningi við HHF varðandi stöðu íþróttafulltrúa sem rnnur út í júní nk.
Páll Vilhjálmsson íþróttafulltrúi kom inná fundinn og ræddi starf íþróttafulltrúa. Núverandi samstarfssamningur rennur út í júní. Mikill áhugi er á áframhaldandi samstarfi og þróun starfsins.
2. Félagsmiðstöðvar og samvinna milli þeirra.
Rætt um starfsemi félagsmiðstöðvanna og samstarfið milli þeirra. Arnheiður Jónsdóttir fór yfir með ráðinu.
3. Umsjón og viðhald á íþróttavöllum sveitarfélagsins sumarið 2018.
Áhaldahúsin hafa haft umsjón með umhirðu íþróttavallanna. Bæjarstjóri falið að ræða við forstöðumenn áhaldahúsa á Bíldudal og Patreksfirði með fyrirkomulagið í sumar.
4. Sumar og leikjanámskeið 2018
Íþróttafulltrúi hefur síðustu ár haft umsjón með skipulagningu leikjanámskeiða og er hann byrjaður að vinna að því fyrir sumarið.
5. Heimsókn í Patreksskóla
Patreksskóli heimsóttur. Gústaf Gústafsson skólastjóri og Helga Gísladóttir sérkennari fóru með nefndarfólki um skólahúsnæðið og kynntu starfið.
6. Skóladagatöl í leik, grunn og tónlistarskóla 2018-2019.
Skóladagatöl leik- og grunnskóla í Vesturbyggð lögð fram til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10