Fundur haldinn í Aðalstræti 75, 18. september 2018 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu
- Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) aðalmaður
- Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
- Jónas Heiðar Birgisson (JHB) aðalmaður
- Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
- Ragna Berglind Jónsdóttir (RBJ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
- Guðrún Eggertsdóttir formaður
Almenn erindi
1. Kosning formanns, varaformanns og ritara
Guðrún Eggertsdóttir setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Spurði hvort athugasemdir væru við boðaða dagskrá. Svo var ekki. Kosning formanns, varaformanns og ritara. Gerð var tillaga um Guðrún Eggertsdóttur sem formann, Davíð Þorgils Valgeirsson sem varaformann og Ragna Berglind Jónsdóttir sem ritara.
Samþykkt samhljóða.
2. Ársskýrslur skólanna
Einar Bragi fór yfir árskýrslu Tónlistarskólans veturinn 2017-18. Ánægja með nýja aðstöðu en vantar ennþá kennara.
Gústaf Gústafsson fór yfir ársskýrslu Patreksskóla veturinn 2017-18. Rætt um framkvæmd rafrænna samræmdra prófa og áhyggjur af stopulu netsambandi. Nefndarmenn lýsa áhyggjur af slæmu netsambandi innan skólans. Gústaf upplýsti að unnið er að uppsetningu ljósleiðara. Nefndarmenn eru sammála um að við ætlum okkur að vera með skóla sem eru framúrskarandi í upplýsingatækni, og þá þarf fyrsta flokks nettengingu og sérstakan starfsmann sem sinnir upplýsingatækni, sem leiðbeinir bæði kennurum og nemendum.
Nefndarmenn vilja fá á hreint hvernig staðan er á sparkvellinum og fyrirhuguðum framkvæmdum. Einnig framkvæmdum við skólalóð, slysavarnir og lýsingu á lóð Patreksskóla.
Ásdís Snót Guðmundsdóttir fór yfir árskýrslu Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku 2017-18. Búið er að setja upp leiktæki á leikskólalóðinni. Skólinn er á 6 stöðum í dag, og brýnt að sameina starfsemina í eitt hentugt húsnæði.
Hallveig Ingimarsdóttir fór yfir mat á starfsáætlun leikskólans Arakletts 2017-18. Mikið var um veikindi og mikil starfsmannavelta síðasta vetur. Húsnæði leikskólans er orðið of lítið og útlit fyrir að ekki verði hægt að taka inn fleiri börn á næsta ári. Brýnt er að huga að stækkun leikskólans. Fyrirhugaðar framkvæmdir við breytingar innanhús, er ekki lokið. Vantar ennþá amk. 3 starfsmenn til starfa.
Nefndarmenn vilja hrósa starfsfólki tónlistarskóla, leik- og grunnskóla fyrir vel unnin störf veturinn 2017-18 og hvetja til að hugað sé áfram vel að starfsmannamálum, starfsumhverfi og starfsþróun.
3. Araklettur - Ósk um breytingu á starfsdögum
Hallveig óskar eftir breytingu á skóladagatali Arakletts 2018-19 og vill færa starfsdaginn sem átti að vera 2. janúar 2019 og færa hann til 31. maí 2019. Samþykkt.
4. Félagsmiðstöðvar
Arnheiður Jónsdóttir félagsmálastjóri kom inn og kynnti fyrirhugað vetrarstarf félagsmiðstöðvanna. Afhending á aðstöðu félagsmiðstöðvarinnar á Patreksfirði sem afhenda átti 12.9 frestast um óákveðinn tíma. Starfið á Patreksfirði verður óhefðbundið í annarri aðstöðu þar til húsnæði verður afhent. Atburðadagatal vetrarins er í vinnslu, búið er að ráða Sigubjörn Friðgeirsson hefur verið ráðinn til að stýra starfi félagsmiðstöðvarinnar á Bíldudal. Óbreytt starfsmannahald á Patreksfirði. Aðstaða á Bíldudal þarfnast lagfæringar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00