Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 14. október 2020 og hófst hann kl. 16:30
Nefndarmenn
- Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) aðalmaður
- Jónas Heiðar Birgisson (JHB) formaður
- Ragna Berglind Jónsdóttir (RBJ) aðalmaður
Starfsmenn
- Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) embættismaður
- Kristín Mjöll Jakobsdóttir (KMJ) embættismaður
- Lilja Rut Rúnarsdóttir (LRR) áheyrnafulltrúi
- Páll Vilhjálmsson (PV) embættismaður
- Signý Sverrisdóttir (SS) embættismaður
- Sigríður Gunnarsdóttir (SG) embættismaður
Fundargerð ritaði
- Páll Vilhjálmsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
Lögð fram drög að yfirliti yfir fjárfestingar og sérgreind rekstrarverkefni tengd fræðslu- og æskulýðsmálum vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021-2024. Ráðið hefur áhyggjur af viðhalds-, aðgengis- og öryggismálum skólabygginga og hvetur til að vel verði tekið í tillögur sem hafa verið kynntar.
2. Tónlistarskóli Vesturbyggðar - Starfsáætlun 2020-2021
Starfsáætlun Tónlistarskóla Vesturbyggðar fyrir veturinn 2020-2021 lögð fyrir. Ráðið fagnar góðu og faglegu starfi í Tónlistarskóla Vesturbyggðar.
3. Patreksskóli - starfsáætlun 2020-2021
Til kynningar
5. Úttekt á rekstri og skipulagi leik- og grunnskóla í Vesturbyggð
Lögð fram til kynningar skýrsla Miðstöðvar skólaþróunar Háskólans á Akureyri ásamt greiningu á rekstrarkostnaði skóla í Vesturbyggð.
6. Litla kvíðameðferðarstöðin - samningur
Samningur Vesturbyggðar og Litlu kvíðameðferðarstöðvarinnar lagður fram til kynningar. Ráðið fagnar aukinni þjónustu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:47