Fundur haldinn í fjarfundi, 11. nóvember 2020 og hófst hann kl. 16:30
Nefndarmenn
- Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) aðalmaður
- Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
- Jónas Heiðar Birgisson (JHB) formaður
- Ragna Berglind Jónsdóttir (RBJ) aðalmaður
Starfsmenn
- Lilja Rut Rúnarsdóttir (LRR) áheyrnafulltrúi
- Páll Vilhjálmsson (PV) embættismaður
- Signý Sverrisdóttir (SS) embættismaður
- Sigríður Gunnarsdóttir (SG) embættismaður
Fundargerð ritaði
- Páll Vilhjálmsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Til kynningar
1. Um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga
Lagt fyrir bréf frá Umboðsmanni Barna dagsett 26. ágúst 2020. Í bréfinu hvetur Umboðsmaður Barna sveitarfélög til að skipa í Ungmennaráð eingöngu ungmenni undir kosningaaldri til að tryggja að sjónarmið barna fái vægi í töku ákvarðana og mótun stefnu í málefnum sem varða þau.
Fræðslu- og æskulýðsráð harmar að ekki hafi náðst að skipa í Ungmennaráð í langan tíma og felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að leggja fyrir næsta fund Fræðslu- og æskulýðsráðs tilnefningar í ráðið.
Almenn erindi
2. Umsókn um ytra mat á leikskólum ár 2021
Fræðslu- og æskulýðsráð fagnar ákvörðun um að framkvæma ytra mat á leiskólanum Arakletti árið 2021. Ráðið felur leikskólastjóra og sviðstjóra Fjölskyldusviðs að vinna umsóknina.
4. Íþróttaskóli - starfsáætlun 2020-2021
Starfsáætlun Íþróttaskóla 2020-2021 lögð fyrir og samþykkt.
Ráðið vill að kannað verði hvort gerlegt sé að bæta við tíma í íþróttaskóla fyrir elsta árgang leikskólum Vesturbyggðar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:37
Varaformaður óskaði eftir afbrigði af dagskrá. Tillaga að bæta við máli "Skólamál á Barðaströnd" og að það yrði 3. mál á dagskrá. Tillagan samþykkt.