Hoppa yfir valmynd

Fræðslu- og æskulýðsráð #67

Fundur haldinn í fjarfundi, 11. nóvember 2020 og hófst hann kl. 16:30

Nefndarmenn
  • Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) aðalmaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
  • Jónas Heiðar Birgisson (JHB) formaður
  • Ragna Berglind Jónsdóttir (RBJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Lilja Rut Rúnarsdóttir (LRR) áheyrnafulltrúi
  • Páll Vilhjálmsson (PV) embættismaður
  • Signý Sverrisdóttir (SS) embættismaður
  • Sigríður Gunnarsdóttir (SG) embættismaður

Fundargerð ritaði
  • Páll Vilhjálmsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi

Varaformaður óskaði eftir afbrigði af dagskrá. Tillaga að bæta við máli "Skólamál á Barðaströnd" og að það yrði 3. mál á dagskrá. Tillagan samþykkt.

Til kynningar

1. Um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga

Lagt fyrir bréf frá Umboðsmanni Barna dagsett 26. ágúst 2020. Í bréfinu hvetur Umboðsmaður Barna sveitarfélög til að skipa í Ungmennaráð eingöngu ungmenni undir kosningaaldri til að tryggja að sjónarmið barna fái vægi í töku ákvarðana og mótun stefnu í málefnum sem varða þau.

Fræðslu- og æskulýðsráð harmar að ekki hafi náðst að skipa í Ungmennaráð í langan tíma og felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að leggja fyrir næsta fund Fræðslu- og æskulýðsráðs tilnefningar í ráðið.

    Málsnúmer 2008035

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    3. Staða skólamála á Barðaströnd

    Lagt fyrir fundinn bréf Davíðs Þorgils Valgeirssonar dagsett 09.11.2020. Þar fer Davíð fram á umræðu í ráðinu um skólamál á Barðaströnd.

    Fræðslu- og æskulýðsrað óskar eftir upplýsingum um skólamál og skólaakstur á Barðaströnd.

      Málsnúmer 2011030

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Almenn erindi

      2. Umsókn um ytra mat á leikskólum ár 2021

      Fræðslu- og æskulýðsráð fagnar ákvörðun um að framkvæma ytra mat á leiskólanum Arakletti árið 2021. Ráðið felur leikskólastjóra og sviðstjóra Fjölskyldusviðs að vinna umsóknina.

        Málsnúmer 2011001

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Íþróttaskóli - starfsáætlun 2020-2021

        Starfsáætlun Íþróttaskóla 2020-2021 lögð fyrir og samþykkt.

        Ráðið vill að kannað verði hvort gerlegt sé að bæta við tíma í íþróttaskóla fyrir elsta árgang leikskólum Vesturbyggðar.

          Málsnúmer 2010035

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Félagsmiðstöðvar - starfsáætlun 2020-2021

          Starfsáætlun Félagsmiðstöðva á sunnanverðum Vestfjörðum 2020-2021 lögð fyrir og samþykkt.

          Ráðið ítrekar fyrri ábendingar um úrbætur á hljóðvist og brunavörnum í Vest-End Patreksfirði.

            Málsnúmer 2010034

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:37