Hoppa yfir valmynd

Fræðslu- og æskulýðsráð #69

Fundur haldinn í fjarfundi, 1. febrúar 2021 og hófst hann kl. 16:30

Nefndarmenn
  • Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) aðalmaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
  • Jónas Heiðar Birgisson (JHB) formaður
  • Ragna Berglind Jónsdóttir (RBJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Kristín Mjöll Jakobsdóttir (KMJ) embættismaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) embættismaður
  • Signý Sverrisdóttir (SS) embættismaður

Fundargerð ritaði
  • Páll Vilhjálmsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi

Almenn erindi

1. Bíldudalsskóli - ráðning kennara

Erindi frá skólastjóra Bíldudalsskóla, dagsett 29. janúar 2021.

Fræðslu- og æskulýðsráð er einróma sammála skólastjóra um að nýta undanþáguheimild 19. grein laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 95/1.7 2019 vegna ráðningar í stöðu umsjónarkennara á yngsta stigi.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Tónlistarskóli - nýtt námsframboð

Erindi frá skólastjóra Tónlistarskóla Vesturbyggðar, dagsett 01. febrúar 2021.

Í erindinu er farið yfir hugmynd skólastjóra að "hljóðfærafornámi" en stefnt er að því að hefja slíkt nám þann 8. febrúar 2021 í tilraunarskyni. Námið stendur yfir í 6 vikur með einum 20 mínútna tíma í viku fyrir 3-4 nemendur í senn. Kennt verður á blokkflautu, hljómborð og áslátturhljóðfæri.

Fræðslu- og æskulýðsráð samþykkir hugmynd skólastjóra um gjaldtöku að upphæð 7000kr fyrir námið.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20