Hoppa yfir valmynd

Fræðslu- og æskulýðsráð #69

Fundur haldinn í fjarfundi, 1. febrúar 2021 og hófst hann kl. 16:30

Nefndarmenn
  • Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) aðalmaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
  • Jónas Heiðar Birgisson (JHB) formaður
  • Ragna Berglind Jónsdóttir (RBJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Kristín Mjöll Jakobsdóttir (KMJ) embættismaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) embættismaður
  • Signý Sverrisdóttir (SS) embættismaður

Fundargerð ritaði
  • Páll Vilhjálmsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi

Almenn erindi

1. Bíldudalsskóli - ráðning kennara

Erindi frá skólastjóra Bíldudalsskóla, dagsett 29. janúar 2021.

Fræðslu- og æskulýðsráð er einróma sammála skólastjóra um að nýta undanþáguheimild 19. grein laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 95/1.7 2019 vegna ráðningar í stöðu umsjónarkennara á yngsta stigi.

    Málsnúmer 2102004

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Tónlistarskóli - nýtt námsframboð

    Erindi frá skólastjóra Tónlistarskóla Vesturbyggðar, dagsett 01. febrúar 2021.

    Í erindinu er farið yfir hugmynd skólastjóra að "hljóðfærafornámi" en stefnt er að því að hefja slíkt nám þann 8. febrúar 2021 í tilraunarskyni. Námið stendur yfir í 6 vikur með einum 20 mínútna tíma í viku fyrir 3-4 nemendur í senn. Kennt verður á blokkflautu, hljómborð og áslátturhljóðfæri.

    Fræðslu- og æskulýðsráð samþykkir hugmynd skólastjóra um gjaldtöku að upphæð 7000kr fyrir námið.

      Málsnúmer 2102009 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20