Fundur haldinn í fjarfundi, 12. janúar 2022 og hófst hann kl. 16:30
Nefndarmenn
Starfsmenn
- Arnheiður Jónsdóttir (AJ) embættismaður
- Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) embættismaður
- Guðmunda Júlía Valdimarsdóttir (GJV) embættismaður
- Kristín Mjöll Jakobsdóttir (KMJ) embættismaður
- Lára Þorkelsdóttir (LÞ) áheyrnafulltrúi
Fundargerð ritaði
- Arnheiður Jónsdóttir Sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Almenn erindi
1. Starfsáætlun Bíldudalsskóla 2021 - 2022
2. Skólastefna Vesturbyggðar
Fræðslu og æskulýðsráð tilnefnir Davíð Valgeirsson í stýrihóp vegna endurskoðunar á skólastefnu Vesturbyggðar.
3. Skólareglur Patreksskóli
Ásdís Snót Guðmundsdóttir skólastjóri fór yfir uppfærðar skólareglur Patreksskóla. Samkvæmt viðmið um gerð skólareglna, reglugerð 1040/2011 eiga fræðsluyfirvöld í sveitarfélaginu að fá skólareglur til umsagnar sem hluta af starfáætlun og staðfesta ár hvert . Þessar skólareglur Patreksskóla hafa farið í umsagnarferli hjá skólaráði, starfsfólki og fer til umsagnar hjá nemendum.
Til kynningar
4. Foreldrakönnun nóv 2021 Araklettur
Lögð fram til kynningar foreldrakönnun í leikskólanum Arakletti sem er hluti af innra mati skólans. Guðmunda Júlía Valdimarsdóttir leikskólastjóri fór yfir og kynnti könnunina. Nefndin lýsir ánægju sinni með að könnunin hafi verið gerð og þau tækifæri sem hún gefur til umbóta og sýna hvað vel er gert.
5. Áætlun um öruggi og heilbrigði
Allir vinnustaðir þurfa að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði og uppfæra hana eftir þörfum. Tilgangur með gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði er fyrst og fremst að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum,álagi, vanlíðan og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín hvort sem er líkamlegu eða andlegu. Hér er lögð fram til kynningar áætlun um öryggi og heilbrigði 2021 - 2024 fyrir Patreksskóla. Ásdís Snót Guðmundsdóttir kynnti áætlunina.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:35