Hoppa yfir valmynd

Fræðslu- og æskulýðsráð #76

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 9. mars 2022 og hófst hann kl. 16:30

Nefndarmenn
  • Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) aðalmaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) varamaður
  • Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
  • Ragna Berglind Jónsdóttir (RBJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnheiður Jónsdóttir (AJ) embættismaður
  • Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) embættismaður
  • Áslaug Helga Trausadóttir (ÁHT) áheyrnafulltrúi
  • Elsa Ísfold Arnórsdóttir (EÍA) embættismaður
  • Guðmunda Júlía Valdimarsdóttir (GJV) embættismaður
  • Kristín Mjöll Jakobsdóttir (KMJ) embættismaður
  • Lára Þorkelsdóttir (LÞ) áheyrnafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Arnheiður Jónsdóttir Sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Almenn erindi

1. Fyrirspurn varðandi framhaldsskólann

Rætt var um framtíðarsýn í framhaldsskólamálum á sunnaverðum Vestfjörðum, sveitarfélögðin hafa óskað eftir viðræðum um endurskoðun samnings um framhaldsskóla á sunnanverðum Vestfjörðum við mennta og barnamálaráðherra. Fræðslu og æskulýðsráð óskar eftir að fá að fylgjast með framhaldi er varðar málefnið. Fræðslu og æskulýðsráð leggur til að framtíðarýn í framhaldsskólamálunum verði hluti af skólastefnu Vesturbyggðar sem nú er í endurskoðun.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

2. Skólastefna Vesturbyggðar

Kristrún Lind Birgisdóttir kom á fundinn undir þessum lið og kynnti þá vinnu sem unnin hefur verið við endurskoðun á skólastefnu Vesturbyggðar. Á 935 fundi bæjarráðs var skipaður stýrihópur til að vinna að endurskoðuninni með Kristrúnu. Í stýrihópnum eru Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, Friðbjörg Matthíasdóttir og Davið Valgeirsson. Bæjarstjóri og sviðsstjóri fjölskyldusviðs starfa einnig með hópnum.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Aðalskoðun leiksvæða

Sviðsstjóri umhverfis og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram fyrir ráðið til kynningar Aðalskoðun leiksvæða í Vesturbyggð framkvæmt af Bsi á Íslandi.

Aðalskoðun leiksvæða er ástandsskoðun í samræmi við reglugerð þar sem gerð er heildarúttekt á öryggi leikvallatækja, yfirborðsefna og á leiksvæðinu öllu.

Markmið aðalskoðunar er að stuðla að öryggi barna og annarra með því að tryggja að leikvallatæki og leiksvæði séu hönnuð, frágengin og þeim viðhaldið á öruggan og viðurkenndan hátt.
Aðalskoðun er framkvæmd í samræmi við Reglugerð nr. 942/2002 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim og Reglugerð nr. 942/2002 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30